Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand 31. október 2011 05:00 Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. nordicphtos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarðskjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmælin séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðnum hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbótunum, sem Assad hefur raunar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróðir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira