Ólafur Elíasson: Óánægður með að Harpan opni ókláruð SB skrifar 11. maí 2011 12:04 Ólafur Elíasson listamaður. Mynd/Valli Ólafur Elíasson gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort þegar kemur að tónlistarhúsinu Hörpunni. Fjölmargir erlendir aðilar hafi ekki hugmynd um að húsið sé nú að opna. Hann segist þurfa að veita sjálfum sér meðferð vegna þess að húsið opni nú hálfklárað á byggingarsvæði. Í viðtalinu, sem birtist í blaðinu Reykjavík Grapevine, segir Ólafur að margt hafi breyst þegar hrunið hafi skollið á. Áherslan hafi aftur orðið á grunnhlutverk tónlistarhússins. Fyrir hrunið hafi fjárfestar viljað hús sem væri mjög áberandi og bera smekkvísi þeirra merki. En á endanum hafi áherslan orðið frekar á notagildi hússins, byggingarefnum hafi verið breytt til að spara pening og Ólafur segir að á endanum hafi þjóðin fengið heiðarlegri byggingu fyrir vikið. Ólafur gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort og segist iðullega þurfa að svara þeirri spurningu erlendis hvað hafi orðið um íslenska tónlistarhúsið. Hann segir það augljóst að litlum fjármunum hafi verið varið í erlendar fjölmiðlaherferðir en mikilvægt sé að rétta fólki viti að Harpan sé tilbúin og hve metnaðarfullt verkefnið er.Forsíða nýjasta tölublaðs Grapevine.Hlutverk Ólafs í verkefninu var glerhjúpurinn sem umlykur Hörpuna en vegna mistaka kínverskra verktaka er glerhjúpurinn ókláraður, þrátt fyrir að verið sé nú að formlega opna tónlistarhúsið. Í viðtalinu segir Ólafur að húsið sé í raun að opna að innan, enda sé það óklárað að utan. "Ég er að reyna að veita sjálfum mér meðferð vega þess hve ótrúlega óánægður ég er með að húsið sé óklárað," segir Ólafur. Sannleikurinn sé sá að opnunartónleikar Hörpunnar fari í raun fram á vinnusvæði og fólk átti sig kannski ekki á því að hans framlag til hússins komi ekki í ljós fyrr en eftir um hálft ár þegar glerhjúpurinn verði kláraður. Ólafur segir margt hafa breyst þegar fjárfestar duttu út og byggingin varð skyndilega fjármögnuð af skattgreiðendum. "Það er rétt hjá almenningi að vera á verði vegna kostnaðarins við Hörpuna, sér í lagi í ljósi hrunsins," segir Ólafur. Hann vill þó ekki gefa upp þá þóknun sem hann sjálfur fékk fyrir vinnu sína við Hörpuna og vísar í klausu í samningnum sínum. Hann segir þó að þau laun sem hann fékk séu talsvert minni en fjölmiðlar hafi gert skóna að, það sé ekki rétt að hann fái 20 prósent af þeim þrem milljörðum sem glerhjúpurinn kostaði. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísir hefur fjallað nokkuð um kostnaðinn við glerhjúpinn og þess ber að geta að heildarkostnaður glerhjúpsins hefur ekki fengist uppgefinn. Uppgefinn kostnaður nemur rúmum þremur milljörðum en þar eru greiðslur til Ólafs undanskildar. Viðtalið við Ólaf má lesa í heild sinni í PDF útgáfu Reykjavík Grapevine hér. Tengdar fréttir Glerhjúpur Hörpunnar: Greiðslur til Ólafs Elíassonar eru leyndarmál Ekki fæst uppgefið hvað Portus greiðir Ólafi Elíassyni fyrir hönnun á glerhjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórnarformaður Portusar segir ástæðuna vera trúnaðarákvæði í samningi við Ólaf. 17. mars 2011 18:45 Harpan: Ólafur Elíasson neitar að upplýsa hvað hann fær greitt Listamaðurinn Ólafur Elíasson neitar að gefa upp hversu mikið hann fær greitt fyrir hönnun glerhjúps tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann vísar til þess að algengt sé að greiðslur sem þessar séu trúnaðarmál. Í bréfi sem starfsmaður hans sendi fréttastofu segir að Ólafur hafi ekkert frekar um málið að segja. 23. mars 2011 08:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ólafur Elíasson gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort þegar kemur að tónlistarhúsinu Hörpunni. Fjölmargir erlendir aðilar hafi ekki hugmynd um að húsið sé nú að opna. Hann segist þurfa að veita sjálfum sér meðferð vegna þess að húsið opni nú hálfklárað á byggingarsvæði. Í viðtalinu, sem birtist í blaðinu Reykjavík Grapevine, segir Ólafur að margt hafi breyst þegar hrunið hafi skollið á. Áherslan hafi aftur orðið á grunnhlutverk tónlistarhússins. Fyrir hrunið hafi fjárfestar viljað hús sem væri mjög áberandi og bera smekkvísi þeirra merki. En á endanum hafi áherslan orðið frekar á notagildi hússins, byggingarefnum hafi verið breytt til að spara pening og Ólafur segir að á endanum hafi þjóðin fengið heiðarlegri byggingu fyrir vikið. Ólafur gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort og segist iðullega þurfa að svara þeirri spurningu erlendis hvað hafi orðið um íslenska tónlistarhúsið. Hann segir það augljóst að litlum fjármunum hafi verið varið í erlendar fjölmiðlaherferðir en mikilvægt sé að rétta fólki viti að Harpan sé tilbúin og hve metnaðarfullt verkefnið er.Forsíða nýjasta tölublaðs Grapevine.Hlutverk Ólafs í verkefninu var glerhjúpurinn sem umlykur Hörpuna en vegna mistaka kínverskra verktaka er glerhjúpurinn ókláraður, þrátt fyrir að verið sé nú að formlega opna tónlistarhúsið. Í viðtalinu segir Ólafur að húsið sé í raun að opna að innan, enda sé það óklárað að utan. "Ég er að reyna að veita sjálfum mér meðferð vega þess hve ótrúlega óánægður ég er með að húsið sé óklárað," segir Ólafur. Sannleikurinn sé sá að opnunartónleikar Hörpunnar fari í raun fram á vinnusvæði og fólk átti sig kannski ekki á því að hans framlag til hússins komi ekki í ljós fyrr en eftir um hálft ár þegar glerhjúpurinn verði kláraður. Ólafur segir margt hafa breyst þegar fjárfestar duttu út og byggingin varð skyndilega fjármögnuð af skattgreiðendum. "Það er rétt hjá almenningi að vera á verði vegna kostnaðarins við Hörpuna, sér í lagi í ljósi hrunsins," segir Ólafur. Hann vill þó ekki gefa upp þá þóknun sem hann sjálfur fékk fyrir vinnu sína við Hörpuna og vísar í klausu í samningnum sínum. Hann segir þó að þau laun sem hann fékk séu talsvert minni en fjölmiðlar hafi gert skóna að, það sé ekki rétt að hann fái 20 prósent af þeim þrem milljörðum sem glerhjúpurinn kostaði. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísir hefur fjallað nokkuð um kostnaðinn við glerhjúpinn og þess ber að geta að heildarkostnaður glerhjúpsins hefur ekki fengist uppgefinn. Uppgefinn kostnaður nemur rúmum þremur milljörðum en þar eru greiðslur til Ólafs undanskildar. Viðtalið við Ólaf má lesa í heild sinni í PDF útgáfu Reykjavík Grapevine hér.
Tengdar fréttir Glerhjúpur Hörpunnar: Greiðslur til Ólafs Elíassonar eru leyndarmál Ekki fæst uppgefið hvað Portus greiðir Ólafi Elíassyni fyrir hönnun á glerhjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórnarformaður Portusar segir ástæðuna vera trúnaðarákvæði í samningi við Ólaf. 17. mars 2011 18:45 Harpan: Ólafur Elíasson neitar að upplýsa hvað hann fær greitt Listamaðurinn Ólafur Elíasson neitar að gefa upp hversu mikið hann fær greitt fyrir hönnun glerhjúps tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann vísar til þess að algengt sé að greiðslur sem þessar séu trúnaðarmál. Í bréfi sem starfsmaður hans sendi fréttastofu segir að Ólafur hafi ekkert frekar um málið að segja. 23. mars 2011 08:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Glerhjúpur Hörpunnar: Greiðslur til Ólafs Elíassonar eru leyndarmál Ekki fæst uppgefið hvað Portus greiðir Ólafi Elíassyni fyrir hönnun á glerhjúp tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórnarformaður Portusar segir ástæðuna vera trúnaðarákvæði í samningi við Ólaf. 17. mars 2011 18:45
Harpan: Ólafur Elíasson neitar að upplýsa hvað hann fær greitt Listamaðurinn Ólafur Elíasson neitar að gefa upp hversu mikið hann fær greitt fyrir hönnun glerhjúps tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann vísar til þess að algengt sé að greiðslur sem þessar séu trúnaðarmál. Í bréfi sem starfsmaður hans sendi fréttastofu segir að Ólafur hafi ekkert frekar um málið að segja. 23. mars 2011 08:49