Utanríkisráðherra Finnlands hét áframhaldandi fullum stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu, þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi við hann í Tallinn í Eistlandi í gær. Á fundi þeirra þakkaði Össur Finnum samstarfið í Evrópumálum en þeir hafa meðal annars veitt sérfræðiráðgjöf um landbúnaðar- og byggðamál. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna á evrusvæðinu og finnskum stjórnmálum þar sem ný ríkisstjórn hefur nýlega tekið við völdum.
Heitir fullum stuðningi við umsókn Íslands að ESB
Jón Hákon Halldórsson skrifar
