Erlent

Villtu vinna milljarð stjarna missir húsið sitt í eldsvoða

Rubina Ali var eftirminnilega í hlutverki sínu í myndinni.
Rubina Ali var eftirminnilega í hlutverki sínu í myndinni.
Mikill eldsvoði í Mumbaí í Indlandi brenndi fjölda kofa í fátækrahverfi í borgarinnar til kaldra kola.

Tvö þúsund manns eru heimilislausir eftir eldsvoðann og 21 slasaðist en það þykir hin mesta mildi að enginn hafi látist í eldsvoðanum.

Meðal þeirra sem missti heimili sitt er hin tólf ára gamla Rubina Ali sem lék eitt aðalhlutverkið í Óskarsverðlaunamyndinni „Viltu vinna milljarð", eða „Slumdog Millionaire".

Stúlkan sagði í viðtölum að henni þætti verst að fjöldi muna, sem hún átti eftir að hún mætti á óskarsverðlaunahátíðina árið 2009, urðu eldinum að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×