Erlent

Dulbjó sig sem mamma sín og sveik út lífeyri fyrir 16 milljónir

Gamlar konur. Myndin er úr safni.
Gamlar konur. Myndin er úr safni.
Kona á sextugsaldri var handtekinn í Wasinghton fylki á dögunum fyrir að svíkja út ellilífeyri móður sinnar. Konan dulbjó sig sem móðir sín meðal annars með því að setja á sig gráa hárkollu.

Móðir konunnar lést árið 2007 en dóttirin er talin hafa svikið út 145 þúsund dollara á þessum fjórum árum, eða um sextán milljónir króna.

Lögreglumaður beið konunnar þegar hún kom í bankann til þess að svíkja út féð. Hann hafði komist að því fyrir tilviljun að móðir hennar var látin, þegar hann var að rannsaka íkveikju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×