Erlent

Sænskur fuglamaður ákærður fyrir hrottalega meðferð á fuglum

Fuglar á flugi. Þessir lentu ekki í sænska fuglamanninum.
Fuglar á flugi. Þessir lentu ekki í sænska fuglamanninum.
Fertugur karlmaður í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir grimma meðferð á dýrum. Maðurinn hafði safnað fuglum um árabil og alls veitt um 14 þúsund fugla. Yfirvöldum barst nafnlaus tilkynning um að maðurinn væri að fara illa með dýr.

Þegar dýraeftirlitsmaður kom á heimili mannsins, sem hefur ekki verið nafngreindur í sænskum fjölmiðlum, fann hann fimm hundruð lifandi og dauða fugla.

Sjálfur lýsir eftirlitsmaðurinn aðkomunni sem hryllilegri upplifun.

„Við fengum áfall þegar við opnuðum hurðina. Okkur mætti sterk ammoníak lykt í bland við saur- og rotnunarlykt,“ sagði eftirlitsmaðurinn í viðtali við sænska fjölmiðla.

Sænski fuglamaðurinn hefur verið ákærður fyrir að veiða friðaðar fuglategundir auk ólöglegra veiða og illrar meðferðar á dýrunum. Verði hann fundinn sekur má hann búast við tveggja til þriggja ára fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×