Enski boltinn

Massey fær aftur leik í úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Umdeildasti aðstoðardómari Englands.
Umdeildasti aðstoðardómari Englands.

Konan sem varð þess valdandi að Andy Gray og Richard Keys misstu vinnuna sína hjá Sky, Sian Massey, snýr aftur á línuna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Þeir Gray og Keys voru ekki hrifnir af frammistöðu Massey og það heyrðist til þeirra er þeir sögðu að konur skildu ekki rangstöðuregluna. Eftir það fór mikill snjóbolti í gang sem endaði með því að þeir misstu vinnuna sína.

Massey verður á línunni í leik Blackpool og Aston Villa þar sem Howard Webb verður dómari.

Augu margra verða eflaust á henni í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×