Leiðin til léttleikans er þung á fótinn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2011 07:00 Sindri Freysson. Mynd/GVA Bókin Í klóm dalalæðunnar, sem kom út á vegum Veraldar í haust, er fimmta ljóðabók Sindra Freyssonar en hann hefur líka sent frá sér þrjár skáldsögur. Þótt staðan sé 5-3 fyrir ljóðunum segist Sindri ekki líta á sig sem ljóðskáld umfram skáldsaganahöfund. „Ég hef aldrei gert upp á milli þessara tveggja bókmenntagreinar og lít á þær sem jafnréttháar," segir Sindri. „Ljóðið er hins vegar léttfætt og tiplar svo hljóðlega um markaðinn að það vill oft gleymast í öllum fyrirganginum sem fylgir skáldsögunum. Þess vegna er svo gaman að þegar ljóðabækur vekja athygli; það það eins og þegar feimni krakkinn í háværa partíinu stendur upp og lætur ljós sitt skína. Þá sjaldan sem það gerist, þá er það jákvætt. Ég hef hins vegar gefið út þrjár skáldsögur og tel óþarfi að gera upp á milli. Hvort tveggja snýst um sama meginöxul, skáldskapinn." Sindri er því bæði maður hins knappa forms, ljóðsins, en seinustu tvær skáldsögur hans hafa hins vegar verið miklar að vexti. Spurður hvort hann sé ekki maður millivegarins kveðst Sindri álíta þetta hið fullkomna jafnvægi. „Annars vegar þetta knappa form þar sem minna er meira, og síðan þarf maður að sökkva sér í skáldsögur,sem taka kannski mörg ár í vinnslu og engin grið gefin með að hella sér í heimildarvinnu. Þegar maður vinnur með jafn mikið textamagn og skáldsagan útheimtir er hvíld í því að geta skroppið inn í eitthvað sem er hnitmiðað og stutt, kannski bara ein mynd, hugsun eða hugmynd sem maður vill koma á framfæri. Það má kannski líkja þessu við það að þræla á skuttogara en koma svo í land og skreppa þá með stöng í Laxá í Aðaldal." Líður vel innan ramma þemansLjóð Sindra eru þó sjaldnast einmana myndir á stangli því ljóðabækur hans innihalda yfirleitt ákveðið þema. „Þetta byrjaði sumpartinn með Harða kjarnanum, þar sem ég vildi með einhverjum hætti ná utan um næturborgina Reykjavík; skemmtanamenninguna, drykkjuna og dópið og það sem einkenndi tilvistina eftir miðnætti um helgar. Mér fannst mjög gott að vinna innan ákveðins ramma og búa þannig til heildstæða mynd. Í (M)orðum & myndum vildi ég kafa inn í þetta margnotaða efni, ástina og dauðann, og reyna að finna nýja fleti á því án þess að vera of hátíðlegur; ganga til móts við dauðann í bókmenntum án helgislepju eða upphafningar, svo að segja. Síðan kemur Ljóðveldið Ísland, sem var skrifuð mjög hratt nánast sem bein viðbrögð við hruninu, sem varð mánuðina á undan. Þar afmarkaði ég mig einfaldlega við sögu lýðveldisins frá stofnun þess 1944." Jörðin Hagi í Aðaldal fyrir norðan er yrkisefni Í klóm dalalæðunnar. Jörðin er í eigu föðurfjölskyldu Sindra, sem hefur vanið komur sínar þangað frá barnsaldri, einkum til að skrifa í seinni tíð. „Ég fór í Haga sem strákur á hverju sumri og fékk mikla á ást á þessari jörð. Hún er ákaflega falleg en ekki beint óskaland sauðkindarinnar, hraun, gervigígar og tjarnir. Jörðin var lengi eingöngu í eigu föðurbróður míns en um aldamótin dreifðist eignarhaldið innan fjölskyldunnar og þá fór ég að sækja mikið þangað til að skrifa. Í kjölfarið má segja að ég hafi enduruppgötva þessa jörð með ýmsum hætti; ég fer daglega í gönguferðir og nýt náttúrunnar og umhverfisins. Úr þessum ferðum spruttu stundum ljóð og þegar ég safnaði þeim saman rann upp fyrir mér að ég var að yrkja um þessa jörð, dalinn minn og fólkið. Ég byrjaði í framhaldinu að vinnu skipulega og þematískt með þetta efni; búa til sögulega heild og jafnframt óð til þessa lands." Bók sem vekur vellíðanSindri segir það hafa vakað fyrir sér að ljóðin vektu vellíðan með lesandanum. „Ég vildi fara með lesandann í vegferð þar sem hann gæti heyrt í öndunum á tjörninni og fundið ilminn af birkinu, þannig úr yrði jákvæð sálræn upplifun og vellíðan. Það er allt önnur stemning í fyrri bókum mínum; í Harða kjarnanum er slydda, myrkur og kalsi og heilmikil reiði í Ljóðveldinu. Nú vildi ég búa til hlýrri bók og ljúfari, fara í unaðsferð í sveitasælu án þess að upphefja hana of mikið eða detta í rómantískan klisjupott." Hann áréttar að þetta sé ekki „þægilegur" skáldskapur í merkingunni áreynslulaus. „Alls ekki, enda kemst ég þannig að orði í upphafi bókar að leiðin til léttleikans er þung á fótinn." Þótt yrkisefni bókarinnar sé af persónulegu meiði sprottið hefur það víðari skírskotun, jafnvel beittan samfélagslegan undirtón. „Með því að draga upp þessa kyrrlátu náttúrumynd vil ég minna á að þessi veruleiki er enn til staðar, að hann er mikilvægur og við getum leitað þar að ákveðnum gildum en þurfum jafnframt að vernda hann. Þá ég er ekki að tala um styrki til bænda, heldur að vernda náttúruna fyrir misfallegum hugmyndum um verksmiðjutengda nýtingu eða ágangi af hömlulausri ferðaþjónustu. Þetta er ögn kaldhæðnislegt; lengst af þraukuðu landsmenn varla á þessari harðbýlu eyju því að náttúran var sífellt að slátra fólki í blóma lífsins, núna þurfa landsmenn að gæta náttúrunnar og skilja auðlegð hennar dýpri skilningi en áður. " Veruleikinn alltaf skáldskapurFeðgarnir Sindri og Seimur.Mynd/GVAMaður verður fljótt áskynja að fortíðin er Sindra hugleikin. Verk Sindra, bæði ljóðabækur og skáldsögur, eiga það mörg sammerkt að vera ofnar úr sögulegum þræði. Sindri fléttar sögu ættar sinnar í bókinni Í klóm dalalæðunnar, saga lýðveldisins er undir í Ljóðveldinu og skáldsögunar Flóttinn og Dóttir mæðra minna byggja báðar á sögulegum atburðum á tímum seinni heimsstyrjaldar. Stofuveggurinn hjá honum ber fortíðaráhuganum líka vitni en þar hangir uppstækkuð mynd af Austurstræti eftir brunann mikla í Reykjavík 1915. „Ég hef alltaf haft áhuga á sögulegum fróðleik. Ég ólst að miklu leyti upp við þetta, það voru ótal margar sögubækur á heimilinu, ekki síst tengdar seinni heimsstyrjöld, sem er það tímabil sem ég hef skoðað hvað mest. Sagan býr yfir ógrynni af efnivið í skáldskap, efni sem oft og tíðum er kannski þjappað niður í nokkrar setningar í söguritum en þegar betur er að gáð opnast fyrir manni heill heimur. Skáldskapur er í sjálfu sér aldrei búinn til frá grunni, heldur byggður á einhverjum raunverulegum atburðum og framkomnum hugmyndum og liðin tíð er jafn gild uppspretta og hver önnur, enda lumar fortíðin á endalausum bitastæðum sögum. Hinn meinti raunheimur – þrívíður, áþreifanlegur og unnt að nema með sjón, heyrn, snertingu, lykt og bragði – er auðvitað hvort sem er helber skáldskapur. Veruleikinn er alltaf skáldskapur - og öfugt." Sindri vinnur nú um mundir að skáldsögu sem gerist í nútíðinni. Hann segist hafa viljað tilbreytingu frá sagnfræðigrúskinu sem fyrri skáldsögur útheimtu, auk þess sem honum hafi þótt óþarft að vera talinn fastur í sögulegum skáldskap. „Ég vildi losna úr þessum fjötrum fortíðar. Þessi bók sem ég er að vinna að verður miklu grimmari og ágengari en fyrri bækur mínar. Sagan er staðsett rétt fyrir hrun og á að koma við kvikuna á þeim veruleika sem nútímamaðurinn hefur byggt sér. Ég spái að hún eigi eftir að vekja umtal og vonandi búa til nýjan lesendahóp." Menning Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bókin Í klóm dalalæðunnar, sem kom út á vegum Veraldar í haust, er fimmta ljóðabók Sindra Freyssonar en hann hefur líka sent frá sér þrjár skáldsögur. Þótt staðan sé 5-3 fyrir ljóðunum segist Sindri ekki líta á sig sem ljóðskáld umfram skáldsaganahöfund. „Ég hef aldrei gert upp á milli þessara tveggja bókmenntagreinar og lít á þær sem jafnréttháar," segir Sindri. „Ljóðið er hins vegar léttfætt og tiplar svo hljóðlega um markaðinn að það vill oft gleymast í öllum fyrirganginum sem fylgir skáldsögunum. Þess vegna er svo gaman að þegar ljóðabækur vekja athygli; það það eins og þegar feimni krakkinn í háværa partíinu stendur upp og lætur ljós sitt skína. Þá sjaldan sem það gerist, þá er það jákvætt. Ég hef hins vegar gefið út þrjár skáldsögur og tel óþarfi að gera upp á milli. Hvort tveggja snýst um sama meginöxul, skáldskapinn." Sindri er því bæði maður hins knappa forms, ljóðsins, en seinustu tvær skáldsögur hans hafa hins vegar verið miklar að vexti. Spurður hvort hann sé ekki maður millivegarins kveðst Sindri álíta þetta hið fullkomna jafnvægi. „Annars vegar þetta knappa form þar sem minna er meira, og síðan þarf maður að sökkva sér í skáldsögur,sem taka kannski mörg ár í vinnslu og engin grið gefin með að hella sér í heimildarvinnu. Þegar maður vinnur með jafn mikið textamagn og skáldsagan útheimtir er hvíld í því að geta skroppið inn í eitthvað sem er hnitmiðað og stutt, kannski bara ein mynd, hugsun eða hugmynd sem maður vill koma á framfæri. Það má kannski líkja þessu við það að þræla á skuttogara en koma svo í land og skreppa þá með stöng í Laxá í Aðaldal." Líður vel innan ramma þemansLjóð Sindra eru þó sjaldnast einmana myndir á stangli því ljóðabækur hans innihalda yfirleitt ákveðið þema. „Þetta byrjaði sumpartinn með Harða kjarnanum, þar sem ég vildi með einhverjum hætti ná utan um næturborgina Reykjavík; skemmtanamenninguna, drykkjuna og dópið og það sem einkenndi tilvistina eftir miðnætti um helgar. Mér fannst mjög gott að vinna innan ákveðins ramma og búa þannig til heildstæða mynd. Í (M)orðum & myndum vildi ég kafa inn í þetta margnotaða efni, ástina og dauðann, og reyna að finna nýja fleti á því án þess að vera of hátíðlegur; ganga til móts við dauðann í bókmenntum án helgislepju eða upphafningar, svo að segja. Síðan kemur Ljóðveldið Ísland, sem var skrifuð mjög hratt nánast sem bein viðbrögð við hruninu, sem varð mánuðina á undan. Þar afmarkaði ég mig einfaldlega við sögu lýðveldisins frá stofnun þess 1944." Jörðin Hagi í Aðaldal fyrir norðan er yrkisefni Í klóm dalalæðunnar. Jörðin er í eigu föðurfjölskyldu Sindra, sem hefur vanið komur sínar þangað frá barnsaldri, einkum til að skrifa í seinni tíð. „Ég fór í Haga sem strákur á hverju sumri og fékk mikla á ást á þessari jörð. Hún er ákaflega falleg en ekki beint óskaland sauðkindarinnar, hraun, gervigígar og tjarnir. Jörðin var lengi eingöngu í eigu föðurbróður míns en um aldamótin dreifðist eignarhaldið innan fjölskyldunnar og þá fór ég að sækja mikið þangað til að skrifa. Í kjölfarið má segja að ég hafi enduruppgötva þessa jörð með ýmsum hætti; ég fer daglega í gönguferðir og nýt náttúrunnar og umhverfisins. Úr þessum ferðum spruttu stundum ljóð og þegar ég safnaði þeim saman rann upp fyrir mér að ég var að yrkja um þessa jörð, dalinn minn og fólkið. Ég byrjaði í framhaldinu að vinnu skipulega og þematískt með þetta efni; búa til sögulega heild og jafnframt óð til þessa lands." Bók sem vekur vellíðanSindri segir það hafa vakað fyrir sér að ljóðin vektu vellíðan með lesandanum. „Ég vildi fara með lesandann í vegferð þar sem hann gæti heyrt í öndunum á tjörninni og fundið ilminn af birkinu, þannig úr yrði jákvæð sálræn upplifun og vellíðan. Það er allt önnur stemning í fyrri bókum mínum; í Harða kjarnanum er slydda, myrkur og kalsi og heilmikil reiði í Ljóðveldinu. Nú vildi ég búa til hlýrri bók og ljúfari, fara í unaðsferð í sveitasælu án þess að upphefja hana of mikið eða detta í rómantískan klisjupott." Hann áréttar að þetta sé ekki „þægilegur" skáldskapur í merkingunni áreynslulaus. „Alls ekki, enda kemst ég þannig að orði í upphafi bókar að leiðin til léttleikans er þung á fótinn." Þótt yrkisefni bókarinnar sé af persónulegu meiði sprottið hefur það víðari skírskotun, jafnvel beittan samfélagslegan undirtón. „Með því að draga upp þessa kyrrlátu náttúrumynd vil ég minna á að þessi veruleiki er enn til staðar, að hann er mikilvægur og við getum leitað þar að ákveðnum gildum en þurfum jafnframt að vernda hann. Þá ég er ekki að tala um styrki til bænda, heldur að vernda náttúruna fyrir misfallegum hugmyndum um verksmiðjutengda nýtingu eða ágangi af hömlulausri ferðaþjónustu. Þetta er ögn kaldhæðnislegt; lengst af þraukuðu landsmenn varla á þessari harðbýlu eyju því að náttúran var sífellt að slátra fólki í blóma lífsins, núna þurfa landsmenn að gæta náttúrunnar og skilja auðlegð hennar dýpri skilningi en áður. " Veruleikinn alltaf skáldskapurFeðgarnir Sindri og Seimur.Mynd/GVAMaður verður fljótt áskynja að fortíðin er Sindra hugleikin. Verk Sindra, bæði ljóðabækur og skáldsögur, eiga það mörg sammerkt að vera ofnar úr sögulegum þræði. Sindri fléttar sögu ættar sinnar í bókinni Í klóm dalalæðunnar, saga lýðveldisins er undir í Ljóðveldinu og skáldsögunar Flóttinn og Dóttir mæðra minna byggja báðar á sögulegum atburðum á tímum seinni heimsstyrjaldar. Stofuveggurinn hjá honum ber fortíðaráhuganum líka vitni en þar hangir uppstækkuð mynd af Austurstræti eftir brunann mikla í Reykjavík 1915. „Ég hef alltaf haft áhuga á sögulegum fróðleik. Ég ólst að miklu leyti upp við þetta, það voru ótal margar sögubækur á heimilinu, ekki síst tengdar seinni heimsstyrjöld, sem er það tímabil sem ég hef skoðað hvað mest. Sagan býr yfir ógrynni af efnivið í skáldskap, efni sem oft og tíðum er kannski þjappað niður í nokkrar setningar í söguritum en þegar betur er að gáð opnast fyrir manni heill heimur. Skáldskapur er í sjálfu sér aldrei búinn til frá grunni, heldur byggður á einhverjum raunverulegum atburðum og framkomnum hugmyndum og liðin tíð er jafn gild uppspretta og hver önnur, enda lumar fortíðin á endalausum bitastæðum sögum. Hinn meinti raunheimur – þrívíður, áþreifanlegur og unnt að nema með sjón, heyrn, snertingu, lykt og bragði – er auðvitað hvort sem er helber skáldskapur. Veruleikinn er alltaf skáldskapur - og öfugt." Sindri vinnur nú um mundir að skáldsögu sem gerist í nútíðinni. Hann segist hafa viljað tilbreytingu frá sagnfræðigrúskinu sem fyrri skáldsögur útheimtu, auk þess sem honum hafi þótt óþarft að vera talinn fastur í sögulegum skáldskap. „Ég vildi losna úr þessum fjötrum fortíðar. Þessi bók sem ég er að vinna að verður miklu grimmari og ágengari en fyrri bækur mínar. Sagan er staðsett rétt fyrir hrun og á að koma við kvikuna á þeim veruleika sem nútímamaðurinn hefur byggt sér. Ég spái að hún eigi eftir að vekja umtal og vonandi búa til nýjan lesendahóp."
Menning Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira