Meðal fremstu hönnuða 3. nóvember 2011 10:00 Hönnun Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur sem útskrifaðist með master í fatahönnun frá Kolding school of design í sumar, hefur verið valin til framleiðslu og sölu í Evrópu af nýju dönsku fyrirtæki.fréttablaðið/vilhelm „Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning