Innlent

Blý mælist ekki yfir mörkum

Spjó díoxíni og öðrum mengandi efnum yfir Skutulsfjörð í mörg ár.fréttablaðið/rósa
Spjó díoxíni og öðrum mengandi efnum yfir Skutulsfjörð í mörg ár.fréttablaðið/rósa
Niðurstöður blýmælinga í hári og nöglum íbúa á Ísafirði, í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, vegna mengunar frá sorpbrennslum liggja fyrir og voru allar innan þeirra marka sem eðlileg geta talist.

Meginniðurstaða þessarar könnunar er að starfsmenn við brennsluofna eru með vísbendingu um vægt aukið mengunarálag sem þó er vel innan þeirra marka sem ætla má að valdi heilsutjóni. Engu að síður hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir sem starfa við brennsluofna noti hlífðarbúnað og öndunargrímur við störf sín. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×