Framkvæmdastjórinn sáttur við samninginn 3. nóvember 2011 05:00 Ekki verður strax greint frá efni samningsins. Fréttablaðið/pjetur Tíu mánaða löngum viðræðum milli Sólheima í Grímsnesi og sveitarfélaganna á Suðurlandi lauk í fyrradag með undirritun þjónustusamnings til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sólheimar, sem sinna fólki með þroskahömlun, hafa verið án samnings frá því um síðustu áramót, allt frá því að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að ferlið hefði verið langt. „Þannig að það er þess meiri léttir að það sé búið að skrifa undir samning. Reyndar á bæði fulltrúaráð Sólheima eftir að fá samninginn til umfjöllunar og bakland Árborgar.“ Spurður hvað hafi orðið til þess að samningar náðust nú segir Guðmundur Ármann að forsvarsmenn Árborgar hafi sýnt mikil heilindi og málið hafi verið leitt vel af hendi ríkissáttasemjara. „Svo hefur líka tekið drjúgan tíma að fá gögn sem voru málinu nauðsynleg þannig að hægt væri að klára þetta. Þetta hefur jafnt og þétt verið að færast nær endamarkinu og menn náðu að setja stafina sína undir í fyrradag og það var góð tilfinning.“ Guðmundur vill ekki greina frá efni samningsins fyrr en hann fer fyrir fulltrúaráð Sólheima og stjórn þjónustusvæðis um málefni fatlaðra á Suðurlandi. „Ég vona auðvitað að hann verði staðfestur og það verði hægt að horfa meira til framtíðar en fortíðar.“ Spurður hvort hann sé ánægður með samninginn segir Guðmundur Ármann: „Já, já. Við hefðum ekki gert þetta öðruvísi en að við værum ógurlega sáttir. Ég held að þetta sé ásættanlegt fyrir báða aðila.“ - hh Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Tíu mánaða löngum viðræðum milli Sólheima í Grímsnesi og sveitarfélaganna á Suðurlandi lauk í fyrradag með undirritun þjónustusamnings til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sólheimar, sem sinna fólki með þroskahömlun, hafa verið án samnings frá því um síðustu áramót, allt frá því að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að ferlið hefði verið langt. „Þannig að það er þess meiri léttir að það sé búið að skrifa undir samning. Reyndar á bæði fulltrúaráð Sólheima eftir að fá samninginn til umfjöllunar og bakland Árborgar.“ Spurður hvað hafi orðið til þess að samningar náðust nú segir Guðmundur Ármann að forsvarsmenn Árborgar hafi sýnt mikil heilindi og málið hafi verið leitt vel af hendi ríkissáttasemjara. „Svo hefur líka tekið drjúgan tíma að fá gögn sem voru málinu nauðsynleg þannig að hægt væri að klára þetta. Þetta hefur jafnt og þétt verið að færast nær endamarkinu og menn náðu að setja stafina sína undir í fyrradag og það var góð tilfinning.“ Guðmundur vill ekki greina frá efni samningsins fyrr en hann fer fyrir fulltrúaráð Sólheima og stjórn þjónustusvæðis um málefni fatlaðra á Suðurlandi. „Ég vona auðvitað að hann verði staðfestur og það verði hægt að horfa meira til framtíðar en fortíðar.“ Spurður hvort hann sé ánægður með samninginn segir Guðmundur Ármann: „Já, já. Við hefðum ekki gert þetta öðruvísi en að við værum ógurlega sáttir. Ég held að þetta sé ásættanlegt fyrir báða aðila.“ - hh
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira