Ráðherra segir allt Líbíumálið vera uppi á borðum 30. ágúst 2011 05:00 Össur Skarphéðinsson Nutu góðs af aðgerðum Nato Uppreisnarmenn ráða nú nær öllu í Líbíu, en þeir hefðu trauðla náð því án hjálpar NATO. Utanríkisráðherra segist ekkert hafa að fela vegna stuðnings Íslands við aðgerðir NATO. Flokksráð VG kallaði um helgina eftir því að rannsóknarnefnd tæki þá atburðarás til skoðunar.NordicPhotos/AFP Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðning Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“. „Þetta eru allavega óvenjuleg vinnubrögð,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið, spurður hvort í þessari ályktun fælist ádeila á ríkisstjórnina. Hann bætti því við að öll afgreiðsla á málinu hefði verið uppi á borðum og meðal annars rædd á þingi, í utanríkisnefnd og í ríkisstjórn. „Það er því ljóst að þegar ákvörðunin var tekin upphaflega voru engar upplýsingar um það að VG hefði aðrar skoðanir en ég á þessu máli. Það lá fyrir yfirlýsing Gaddafís um að fara með eldi og eimyrju gegn íbúum Bengasí og hann stóð bókstaflega í borgarhliðunum. Þegar ákvörðunin var svo framlengd [hinn 1. júní] var hún líka rædd á Alþingi og það var alveg skýrt að það væri yfirgnæfandi meirihluti á þingi með aðgerðinni. Það var sömuleiðis rætt í utanríkisnefnd og þar bókuðu VG andstöðu sína. En það er alveg skýrt að ég var ekki viðskila við vilja Alþingis í þessu máli.“ Össur bætir því við að ráðherrar VG hefði bókað andstöðu sína við aðgerðir NATO, en hann hefði sem utanríkisráðherra haft heimild til að taka ákvörðun um stuðning. En er hann mótfallinn stofnun rannsóknarnefndar um þessa rás atburða? „Það eru aðrir en ég sem hafa eitthvað að fela í þessu máli. Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. Ég segi þinginu aldrei fyrir verkum og ef þingið vill samþykkja svona ályktun stend ég ekki í vegi fyrir því. Það er hins vegar algjör óþarfi því að öll gögn málsins liggja fyrir og allt hefur verið uppi á borðum.“ Mun þetta mál hafa afleiðingar í samskiptum stjórnarflokkanna? „Ég mun halda áfram að stíga minn ástleitna dans við VG þrátt fyrir þetta.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Nutu góðs af aðgerðum Nato Uppreisnarmenn ráða nú nær öllu í Líbíu, en þeir hefðu trauðla náð því án hjálpar NATO. Utanríkisráðherra segist ekkert hafa að fela vegna stuðnings Íslands við aðgerðir NATO. Flokksráð VG kallaði um helgina eftir því að rannsóknarnefnd tæki þá atburðarás til skoðunar.NordicPhotos/AFP Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðning Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“. „Þetta eru allavega óvenjuleg vinnubrögð,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið, spurður hvort í þessari ályktun fælist ádeila á ríkisstjórnina. Hann bætti því við að öll afgreiðsla á málinu hefði verið uppi á borðum og meðal annars rædd á þingi, í utanríkisnefnd og í ríkisstjórn. „Það er því ljóst að þegar ákvörðunin var tekin upphaflega voru engar upplýsingar um það að VG hefði aðrar skoðanir en ég á þessu máli. Það lá fyrir yfirlýsing Gaddafís um að fara með eldi og eimyrju gegn íbúum Bengasí og hann stóð bókstaflega í borgarhliðunum. Þegar ákvörðunin var svo framlengd [hinn 1. júní] var hún líka rædd á Alþingi og það var alveg skýrt að það væri yfirgnæfandi meirihluti á þingi með aðgerðinni. Það var sömuleiðis rætt í utanríkisnefnd og þar bókuðu VG andstöðu sína. En það er alveg skýrt að ég var ekki viðskila við vilja Alþingis í þessu máli.“ Össur bætir því við að ráðherrar VG hefði bókað andstöðu sína við aðgerðir NATO, en hann hefði sem utanríkisráðherra haft heimild til að taka ákvörðun um stuðning. En er hann mótfallinn stofnun rannsóknarnefndar um þessa rás atburða? „Það eru aðrir en ég sem hafa eitthvað að fela í þessu máli. Ég er síður en svo hræddur um að minn þáttur eða Samfylkingarinnar í þessu máli verði skoðaður. Ég segi þinginu aldrei fyrir verkum og ef þingið vill samþykkja svona ályktun stend ég ekki í vegi fyrir því. Það er hins vegar algjör óþarfi því að öll gögn málsins liggja fyrir og allt hefur verið uppi á borðum.“ Mun þetta mál hafa afleiðingar í samskiptum stjórnarflokkanna? „Ég mun halda áfram að stíga minn ástleitna dans við VG þrátt fyrir þetta.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira