Starfsfólki sýndur aukinn sveigjanleiki 19. ágúst 2011 08:00 Allt stefnir í að verkfall leikskólakennara hefjist á mánudaginn. fréttablaðið/vilhelm Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú fundað um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls leikskólakennara kemur á mánudag. Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif í samfélaginu, eða á um fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Forsvarsmenn tölvuleikjaframleiðandans CCP hafa ákveðið að koma upp barnagæslu í höfuðstöðvum fyrirtækisins, en þar er herbergi með afþreyingarefni fyrir börnin. Þá munu starfsmenn sjálfir sjá um að passa börnin. Um 300 manns starfa hjá CCP. Stoðtækjaframleiðandinn Össur mun ekki hafa barnagæslu á sínum snærum. Starfsmannastjóri fyrirtækisins, Jón Kr. Einarsson, telur slíkt vera á gráu svæði er varðar verkfallsreglur, en fólki verði vissulega sýndur aukinn sveigjanleiki og boðið upp á möguleikann að vinna heima þar sem það á við. Um 320 starfsmenn vinna hjá Össuri á Íslandi. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að ef til verkfalls komi muni það hafa gífurleg áhrif á starfsmenn bankans. „Það er gríðarlegur fjöldi fólks hér með börn á leikskólaaldri. Við munum reyna eftir fremsta megni að sýna fólki sveigjanleika og einhverjir geta kannski unnið heima hjá sér,“ segir Kristján. „Einhverjir geta kannski tekið börnin með, en það er auðvitað ekki á þau leggjandi að vera föst á vinnustað allan daginn.“ Kristján segir meginvandann vera hjá þeim sem þjónusta viðskiptavini í útibúum, sem eru 45 talsins um land allt. „En það kemur ekki til greina af okkar hálfu að setja upp einhvers konar pössun eða eitthvað slíkt. Enda er það sennilega verkfallsbrot,“ segir hann. Um 1.250 manns vinna hjá Landsbankanum. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir fólk vera að kanna þann fjölda starfsmanna sem eigi börn á leikskólaaldri. Nauðsynlegt sé að bregðast við á einhvern hátt ef til verkfalls komi. „Við erum með barnaherbergi á staðnum og erum að viðra þá hugmynd að foreldrar geti skipt með sér barnapössun. Þetta mun hafa gífurleg áhrif á fyrirtækið ef helmingur starfsmanna þarf að vera heima með börnin.“ Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaganna. Þó verður áfram reynt að ná sátt og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.sunna@frettabladid.is Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú fundað um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls leikskólakennara kemur á mánudag. Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif í samfélaginu, eða á um fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Forsvarsmenn tölvuleikjaframleiðandans CCP hafa ákveðið að koma upp barnagæslu í höfuðstöðvum fyrirtækisins, en þar er herbergi með afþreyingarefni fyrir börnin. Þá munu starfsmenn sjálfir sjá um að passa börnin. Um 300 manns starfa hjá CCP. Stoðtækjaframleiðandinn Össur mun ekki hafa barnagæslu á sínum snærum. Starfsmannastjóri fyrirtækisins, Jón Kr. Einarsson, telur slíkt vera á gráu svæði er varðar verkfallsreglur, en fólki verði vissulega sýndur aukinn sveigjanleiki og boðið upp á möguleikann að vinna heima þar sem það á við. Um 320 starfsmenn vinna hjá Össuri á Íslandi. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að ef til verkfalls komi muni það hafa gífurleg áhrif á starfsmenn bankans. „Það er gríðarlegur fjöldi fólks hér með börn á leikskólaaldri. Við munum reyna eftir fremsta megni að sýna fólki sveigjanleika og einhverjir geta kannski unnið heima hjá sér,“ segir Kristján. „Einhverjir geta kannski tekið börnin með, en það er auðvitað ekki á þau leggjandi að vera föst á vinnustað allan daginn.“ Kristján segir meginvandann vera hjá þeim sem þjónusta viðskiptavini í útibúum, sem eru 45 talsins um land allt. „En það kemur ekki til greina af okkar hálfu að setja upp einhvers konar pössun eða eitthvað slíkt. Enda er það sennilega verkfallsbrot,“ segir hann. Um 1.250 manns vinna hjá Landsbankanum. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir fólk vera að kanna þann fjölda starfsmanna sem eigi börn á leikskólaaldri. Nauðsynlegt sé að bregðast við á einhvern hátt ef til verkfalls komi. „Við erum með barnaherbergi á staðnum og erum að viðra þá hugmynd að foreldrar geti skipt með sér barnapössun. Þetta mun hafa gífurleg áhrif á fyrirtækið ef helmingur starfsmanna þarf að vera heima með börnin.“ Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaganna. Þó verður áfram reynt að ná sátt og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira