Fundu dráttarvagn eftir 40 ár undir fönn 19. ágúst 2011 08:00 Það snjóaði á kappana meðan þeir mokuðu vagninn upp. Fremstur er Hreinn Skagfjörð, fyrir aftan hann er Einar Logi Vilhjálmsson og síðan er Sigurður Baldursson á gröfunni.mynd/Sigurgeir haraldsson Baldur Sigurðsson varð að skilja dráttarvagn eftir uppi á fjöllum haustið 1971. Hann komst ekki í leitirnar fyrr en í síðustu viku. Í honum voru hálffullir bensínbrúsar en það eldsneyti var keypt á 16 krónur lítrann. Árið 1971 hóf Baldur Sigurðsson, sem er frumkvöðull í ferðamennsku á jöklum, ferðir frá Dyngjuhálsi og var hann þar með snjóbíla og fleiri tæki sem notuð voru til ferða um Kverkfjöll, Bárðarbungu og Grímsvötn á Vatnajökli til fjölda ára. Um haustið, það ár, bar svo til að þegar hann ætlaði að ferja öll tæki og tól til byggða varð hann að skilja eftir farangursvagn nokkurn sem hannaður er til að hafa aftan í snjóbíla. „Það átti að ná í hann helgina eftir og þá fór pabbi við annan mann en þeir urðu frá að hverfa vegna óveðurs,“ rifjar Sigurður, sonur Baldurs, upp. Síðan fór Sigurður sjálfur á vettvang en þá var allt komið undir hvíta fönn. Í hönd fór mikill snjóavetur svo ekki sást tangur né tetur af vagninum og fóru þeir feðgar þó á hverju hausti að leita að honum með stöngum líkt og gert er við leit eftir snjóflóð. „Við sögðum í gríni að það væri engu líkara en jökullinn hefði bara stolið vagninum meðan við vorum í byggð,“ segir Sigurður. Baldur er nokkuð kominn á aldur svo hann hafði ekki farið á svæðið í nokkur ár þar til í síðustu viku að hann ákvað að fara þangað með Sigurði syni sínum. Og þá dró heldur betur til tíðinda. „Ég er að labba þarna meðfram jöklinum þegar ég sé glytta í vagninn upp úr sandinum, svo ég kalla í pabba og hann átti náttúrlega erfitt með að trúa þessu, reyndar var hann varla enn farinn að trúa þessu þótt hann stæði uppi á sjálfum vagninum.“ Sigurður hafði labbað yfir þetta svæði í fyrrahaust en þá lá um tveggja metra snjór yfir því. Með vagninum fundust þrír hálffullir bensínbrúsar. „Pabbi sagðist muna það að hann hefði keypt lítrann á 16 krónur svo verðið hefur heldur betur hækkað þessi 40 ár sem þessi brúsar hafa dvalið í skaflinum,“ segir Sigurður. Síðastliðið föstudagskvöld fór síðan Sigurður með vösku liði og gróf vagninn upp en svo kalt er orðið á fjöllum að það snjóaði á þá meðan á verkinu stóð. Nú er þessu 40 ára volki vagnsins lokið og hann kominn til byggða. Sigurður ætlar að gera hann upp og þótt vagninn fari kannski ekki aftur hátt upp á fjöll verður honum engu að síður gert hátt undir höfði. jse@frettabladid.is Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Baldur Sigurðsson varð að skilja dráttarvagn eftir uppi á fjöllum haustið 1971. Hann komst ekki í leitirnar fyrr en í síðustu viku. Í honum voru hálffullir bensínbrúsar en það eldsneyti var keypt á 16 krónur lítrann. Árið 1971 hóf Baldur Sigurðsson, sem er frumkvöðull í ferðamennsku á jöklum, ferðir frá Dyngjuhálsi og var hann þar með snjóbíla og fleiri tæki sem notuð voru til ferða um Kverkfjöll, Bárðarbungu og Grímsvötn á Vatnajökli til fjölda ára. Um haustið, það ár, bar svo til að þegar hann ætlaði að ferja öll tæki og tól til byggða varð hann að skilja eftir farangursvagn nokkurn sem hannaður er til að hafa aftan í snjóbíla. „Það átti að ná í hann helgina eftir og þá fór pabbi við annan mann en þeir urðu frá að hverfa vegna óveðurs,“ rifjar Sigurður, sonur Baldurs, upp. Síðan fór Sigurður sjálfur á vettvang en þá var allt komið undir hvíta fönn. Í hönd fór mikill snjóavetur svo ekki sást tangur né tetur af vagninum og fóru þeir feðgar þó á hverju hausti að leita að honum með stöngum líkt og gert er við leit eftir snjóflóð. „Við sögðum í gríni að það væri engu líkara en jökullinn hefði bara stolið vagninum meðan við vorum í byggð,“ segir Sigurður. Baldur er nokkuð kominn á aldur svo hann hafði ekki farið á svæðið í nokkur ár þar til í síðustu viku að hann ákvað að fara þangað með Sigurði syni sínum. Og þá dró heldur betur til tíðinda. „Ég er að labba þarna meðfram jöklinum þegar ég sé glytta í vagninn upp úr sandinum, svo ég kalla í pabba og hann átti náttúrlega erfitt með að trúa þessu, reyndar var hann varla enn farinn að trúa þessu þótt hann stæði uppi á sjálfum vagninum.“ Sigurður hafði labbað yfir þetta svæði í fyrrahaust en þá lá um tveggja metra snjór yfir því. Með vagninum fundust þrír hálffullir bensínbrúsar. „Pabbi sagðist muna það að hann hefði keypt lítrann á 16 krónur svo verðið hefur heldur betur hækkað þessi 40 ár sem þessi brúsar hafa dvalið í skaflinum,“ segir Sigurður. Síðastliðið föstudagskvöld fór síðan Sigurður með vösku liði og gróf vagninn upp en svo kalt er orðið á fjöllum að það snjóaði á þá meðan á verkinu stóð. Nú er þessu 40 ára volki vagnsins lokið og hann kominn til byggða. Sigurður ætlar að gera hann upp og þótt vagninn fari kannski ekki aftur hátt upp á fjöll verður honum engu að síður gert hátt undir höfði. jse@frettabladid.is
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira