Aldursforseti katta fæddur 17. júní 1989 18. ágúst 2011 07:00 Árin tuttugu og tvö eru orðin afar þung fyrir Öskubusku en henni finnst gott að láta þau hvíla í kjöltu Ebbu sinnar. fréttablaðið/stefán Öskubuska Læðan Öskubuska er líklegast elsti kötturinn á landinu, en hún varð tuttugu og tveggja ára á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Hjónin Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir, sem hafa umsjón með Öskubusku, segja að Elli kerling sé vissulega farin að setja mark sitt á hana. „Hún er gigtveik eins og ég, svo við erum hérna stynjandi báðar tvær á rigningardögum,“ segir Ebba. Hún segir Öskubusku vera óskaplega gæfan og góðan kött. Það hefur líka komið sér vel að hún gerði ekki eigendum sínum þann grikk að færa þeim mýs en þó vildi hún leggja sitt af mörkum til heimilislífsins. „Hún var vön að færa mér rakettustubba hingað heim, hún hefur örugglega haldið að ég gæti reykt þetta en hún er nú löngu hætt þessu.“ Þegar Öskubuska hafði heilsu til hagaði hún sér að vissu leyti frekar eins og hundur, sem löngum hefur borið titilinn besti vinur mannsins. „Hún fór alltaf með mér hérna í gamla daga, það gilti einu hvort ég var að fara út í Grímsbæ að kaupa inn, út í bókasafn eða í leikskólann að ná í krakkana, alltaf kom hún með. Svo var um daginn eins og þeir rynnu upp fyrir henni þessir gömlu göngutúrar því hún var komin langleiðina að leikskólanum. Annars er hún bara hérna í garðinum, blessunin.“ Þau hjón segjast ekki hafa neina einhlíta skýringu á langlífi Öskubusku en þó eru ýmsar getgátur á lofti. „Við létum hana bara gjóta einu sinni, þegar hún var tæplega árs gömul, og síðan ekki söguna meir. Dýralæknirinn segir að hún hafi hjarta á við miklu yngri dýr og að það sé kannski af því að hún var ekki alltaf gjótandi.“ Helga Finnsdóttir hefur stundað dýralækningar í þrjá áratugi og segir hún aldursforsetann í sínum kúnnahópi hafa verið 24 ára gamlan kött. Fréttablaðið leitaði líka til Dýraspítalans í Garðabæ og spurði um elstu ketti sem fengið hefðu meðhöndlun þar. Þar var Fríða nokkur efst á blaði en hún drapst árið 2008, þá tuttugu og eins árs að aldri. Eins hafði tvítugur köttur farið í skoðun til þeirra en hann fór yfir móðuna miklu áður en hann varð tuttugu og eins. jse@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Öskubuska Læðan Öskubuska er líklegast elsti kötturinn á landinu, en hún varð tuttugu og tveggja ára á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Hjónin Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir, sem hafa umsjón með Öskubusku, segja að Elli kerling sé vissulega farin að setja mark sitt á hana. „Hún er gigtveik eins og ég, svo við erum hérna stynjandi báðar tvær á rigningardögum,“ segir Ebba. Hún segir Öskubusku vera óskaplega gæfan og góðan kött. Það hefur líka komið sér vel að hún gerði ekki eigendum sínum þann grikk að færa þeim mýs en þó vildi hún leggja sitt af mörkum til heimilislífsins. „Hún var vön að færa mér rakettustubba hingað heim, hún hefur örugglega haldið að ég gæti reykt þetta en hún er nú löngu hætt þessu.“ Þegar Öskubuska hafði heilsu til hagaði hún sér að vissu leyti frekar eins og hundur, sem löngum hefur borið titilinn besti vinur mannsins. „Hún fór alltaf með mér hérna í gamla daga, það gilti einu hvort ég var að fara út í Grímsbæ að kaupa inn, út í bókasafn eða í leikskólann að ná í krakkana, alltaf kom hún með. Svo var um daginn eins og þeir rynnu upp fyrir henni þessir gömlu göngutúrar því hún var komin langleiðina að leikskólanum. Annars er hún bara hérna í garðinum, blessunin.“ Þau hjón segjast ekki hafa neina einhlíta skýringu á langlífi Öskubusku en þó eru ýmsar getgátur á lofti. „Við létum hana bara gjóta einu sinni, þegar hún var tæplega árs gömul, og síðan ekki söguna meir. Dýralæknirinn segir að hún hafi hjarta á við miklu yngri dýr og að það sé kannski af því að hún var ekki alltaf gjótandi.“ Helga Finnsdóttir hefur stundað dýralækningar í þrjá áratugi og segir hún aldursforsetann í sínum kúnnahópi hafa verið 24 ára gamlan kött. Fréttablaðið leitaði líka til Dýraspítalans í Garðabæ og spurði um elstu ketti sem fengið hefðu meðhöndlun þar. Þar var Fríða nokkur efst á blaði en hún drapst árið 2008, þá tuttugu og eins árs að aldri. Eins hafði tvítugur köttur farið í skoðun til þeirra en hann fór yfir móðuna miklu áður en hann varð tuttugu og eins. jse@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira