Fjögur ráðuneyti skoða tolla á kjöti 17. ágúst 2011 08:00 Jón telur að nægt framboð sé á markaði af kjöti. Ekki sé lambakjötsskortur og slátrun hefjist á morgun. Því sé framboðið tryggt. fréttablaðið/stefán Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira