Fjögur ráðuneyti skoða tolla á kjöti 17. ágúst 2011 08:00 Jón telur að nægt framboð sé á markaði af kjöti. Ekki sé lambakjötsskortur og slátrun hefjist á morgun. Því sé framboðið tryggt. fréttablaðið/stefán Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Starfshópur fjögurra ráðuneyta mun bregðast við úrskurði umboðsmanns Alþingis þess efnis að meinbugir séu á tollalögum og þau stangist á við stjórnarskrá. Málið snýr að heimildum ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á landbúnaðarvörur. Málið hefur verið á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins síðan úrskurðurinn féll, 21. júlí, en það var einnig sent Alþingi og fjármálaráðuneytinu, þar sem umsjón tollamála er þar. Auk þessara ráðuneyta verður fulltrúi utanríkisráðuneytisins í hópnum og einnig forsætisráðuneytisins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það stórmál ef Alþingi hafi samþykkt lög sem ekki standist stjórnarskrá, en það verði nú skoðað. Lögin voru sett árið 2005. Verslunareigendur hafa kvartað undan kjötskorti, en Jón segist ekki hafa fengið það staðfest að slíkt sé á rökum reist. „Ég tek þá umræðu alvarlega ef ekki er til nægt lambakjöt á markaðnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð af sláturleyfishöfum að það sé til nægt kjöt til að svara eftirspurn þar til slátrun hefst. Mér hefur einnig verið tjáð að slátrun hefjist nú á fimmtudag og síðan verður áframhaldandi slátrun fram á haust þannig að þá ætti að vera nægjanlegt kjöt á markaði og umræðan um þetta að hverfa.“ Borið hefur á skorti á öðru kjöti en lambakjöti, en Jón segir að hann hafi ekki fengið það staðfest heldur. „Það er jú sérstök nefnd sem fer yfir þau mál og Samtök verslunar og þjónustu eiga fulltrúa þar,“ segir Jón. Nefndin fari yfir stöðuna hvað varðar innflutning á tilteknum kjötvörum og bendir Jón á að töluverður innflutningur sé í gangi. Málið verði hins vegar skoðað. „Mér hefur verið tjáð að það sé nægilegt framboð á kjúklingakjöti á markaðnum.“ Spurður hvort staðan kalli á endurskoðun á landbúnaðarkerfinu segir Jón það allt aðra umræðu. Komi upp sú staða að kjöt vanti á markað sé brugðist við því. „Mér hefur verið tjáð að þetta sé í góðu lagi, enda leyfður töluverður innflutningur á kjöttegundum sem talið er að vanti.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hafa Samtök verslunar og þjónustu kært það til umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gefinn út innflutningskvóti á lambakjöt. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira