Munu leita til félagsdóms 17. ágúst 2011 10:00 Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Félag leikskólakennara mun leita til félagsdóms ef ekki kemst á hreint hversu langt leikskólastjórar mega ganga til að halda leikskólum opnum í boðuðu verkfalli leikskólakennara, sem hefst að óbreyttu á mánudag. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsins, segir umræðuna um það hvort leikskólastjórnendum og ófaglærðu starfsfólki sé heimilt að manna stöður kennara í verkfalli eingöngu styrkja bakland leikskólakennara. „Ef verkfallsreglur verða brotnar munum við sinna verkfallsvörslu af fullum krafti. Og ef lagaleg túlkun verður áfram mismunandi, ef ekki mun liggja fyrir nein dómsniðurstaða eða lög sem taka á þessu, verður bara að láta á það reyna fyrir félagsdómi.“ „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að halda deildum opnum nema með því að hvetja til verkfallsbrota, sem almennt er ekki talinn góður stjórnunarháttur,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Félags leikskólakennara. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir það lagalegt álitamál hvort stjórnendum leikskóla beri að sinna þeim deildum sem muni lokast í verkfallinu. „Við efumst ekki um að okkar álit sé rétt. En það eru auðvitað virtir aðilar hinum megin, þannig að klárlega er þetta álitamál,“ segir hann. Leikskólakennarar krefjast ellefu prósenta launaleiðréttingar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum síðustu daga. Reykjavíkurborg greiðir nú leikskólakennurum umfram það sem kveður á um í kjarasamningi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir það svíða ef til verkfalls komi, meðal annars í ljósi þeirra aðgerða borgarinnar til að koma til móts við leikskólakennara. „Síðastliðinn vetur lögðum við allt í sölurnar til að verja þessi kjör, meðal annars með sameiningum í yfirstjórn, niðurlagningu heimgreiðslna og fleiri hagræðingaraðgerðum,“ segir Oddný. „Við erum ánægð með að hafa getað varið kjör leikskólastarfsfólks en auðvitað svíður öllum að hugsanlegt verkfall bitni á leikskólabörnum, fjölskyldum þeirra og leikskólastarfi í landinu.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira