200 íslenskir titlar gefnir út - langt fram úr björtustu vonum 5. ágúst 2011 05:00 Þeir sem tóku til máls á blaðamannafundinum í gær voru sammála um það að Íslendingar hefðu náð ótrúlegum árangri við markaðssetningu bókmennta sinna ytra. Mynd/GVA Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira