200 íslenskir titlar gefnir út - langt fram úr björtustu vonum 5. ágúst 2011 05:00 Þeir sem tóku til máls á blaðamannafundinum í gær voru sammála um það að Íslendingar hefðu náð ótrúlegum árangri við markaðssetningu bókmennta sinna ytra. Mynd/GVA Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Um tvö hundruð íslenskir titlar og bækur um Ísland verða gefin út á þýska málsvæðinu í haust í tilefni af Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur. Aðstandendur Sögueyjunnar Íslands, verkefnisins um þátttökuna, segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær og sagði Halldór Guðmundsson þar að Bókamessan í Frankfurt væri mikilvægasta bókasýning í heimi. Þar yrðu til sýnis 7.000 bækur frá um hundrað þjóðum og sýninguna sæktu um 300 þúsund gestir. Björtustu vonir aðstandenda verkefnisins hefðu staðið til þess að titlarnir íslensku sem fengjust útgefnir ytra yrðu í kringum hundrað, en nú lægi fyrir að þeir yrðu um 200. Halldór og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, bentu til samanburðar á að þegar Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, hefðu verið heiðursgestir Bókamessunnar fyrir nokkrum árum hefðu verið gefnir út hundrað kínverskir bókatitlar og Indverjar, næstfjölmennasta þjóðin, hefðu einungis náð á sjöunda tug. Árangur Íslendinga væri því undraverður. Meðal verkanna eru endurútgáfa ritsafns Halldórs Laxness, Íslendingasögurnar, Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson og fjöldi annarra verka eftir jafnt unga sem eldri höfunda. Halldór útskýrði hve mikilvægt þýska málsvæðið væri erlendum höfundum, enda væru Þjóðverjar langmóttækilegastir allra vestrænna þjóða fyrir þýðingum. Þar væru fjörutíu prósent útgefinna verka þýdd, samanborið við þrjú prósent í Bretlandi og 1,5 prósent í Bandaríkjunum. Kristján B. Jónasson sagði ótrúlegt að fylgjast með gengi íslenskra höfunda á erlendri grundu, einkum í Þýskalandi. „Við erum að horfa upp á það að nánast hver einasti kjaftur sem hefur stungið niður penna á Íslandi á síðustu tveimur árum er að koma út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir fimmtán til tuttugu árum hefði verið algjör undantekning að íslenskar bækur fengjust yfirhöfuð þýddar. „Ef rétt er á haldið er Bókamessan í Frankfurt ekki endapunktur á neinu heldur upphafið,“ sagði Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Hún sagðist telja vægi viðburðarins ómetanlegt fyrir íslenska rithöfunda og lýsti því sem einu hinu stórkostlegasta sem rekið hefði á þeirra fjörur. Hana sundlaði smávegis þegar hún hugsaði til þess hversu mikla útbreiðslu íslenskar bækur gætu fengið með útgáfu á svona stóru málsvæði. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira