Íslenskir hönnuðir flykkjast á tískuvikuna í Köben 4. ágúst 2011 11:00 Bergþóra og Jóel eru stödd með sumarlínu Farmers Market fyrir árið 2012 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/GVA „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira