Innlent

Telur ekki útséð um aðra kreppu

Fjármálaráðherra segir lítil hagkerfi vera mjög háð breytingum í alþjóðlegu umhverfi.
Fjármálaráðherra segir lítil hagkerfi vera mjög háð breytingum í alþjóðlegu umhverfi. Mynd/gva
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist vera uggandi yfir alþjóðlegu efnahagsástandi. Hann segir að í síðustu viku hafi verið umtalsverð hætta á nýrri kreppu og ekki sjái fyrir endann á því máli enn þá.

„Hagvaxtarhorfurnar eru ekki mjög góðar, til dæmis í þeim hagkerfum sem við erum mjög tengd og það hefur auðvitað bara áhrif á okkar útflutnings- og viðskiptahagsmuni.“

Steingrímur segir að ef horft sé á stóru myndina sé það ekki þannig að hagvöxtur í Kína, Indlandi og nýmarkaðsríkjum nái að draga efnahagskerfi heimsins áfram, á meðan séu vaxandi erfiðleikar í Norður-Ameríku og Evrópu. „Hagvöxtur sumra þessara ríkja hefur byggst á útflutningi inn á þau markaðssvæði og það kemst sandur í öll hjól ef ekki vinnst einhvern veginn úr þessu.“

Hann segir Íslendinga sérstaklega viðkvæma þar sem hagkerfið sé mjög háð inn- og útflutningi. Steingrímur varar við því að afstaða til Evrópusambandsins hafi áhrif á skoðanir manna á alþjóðlegum efnahagsmálum.

„Mér finnst það með endemum að lesa hálfgerða þórðargleði hjá ýmsum yfir því að það gangi illa í Evrópu, burtséð frá afstöðu manna til Evrópusambandsins. Það er öllum mikilvægt að það vinnist úr þessum efnahagsvandræðum og það verði ekki frekari áföll, að ég tali nú ekki umönnur veruleg kreppa.“

- kópAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.