Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims 7. júlí 2011 13:30 Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. Fréttablaðið/Stefán Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safninu í London, sem er eitt stærsta hönnunar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýningunni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal annars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skilaboð um einstaklinginn," segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu samhengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistarmyndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélagsmiðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dugleg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta," segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum." Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóllinn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður samansafn af hönnun eftir fræga hönnuði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútímanum," útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verður á plakati og útprentuðu efni fyrir sýninguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna." martaf@frettabladid.is
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira