Lampi í anda Eyjafjallajökuls 29. júní 2011 14:00 Lampinn, sem er innblásinn af öskuskýinu úr Eyjafjallajökli, hefur vakið mikla athygli. „Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira