Erlent

Skipa ráðherra uppbyggingar

Hart er sótt að forsætisráðherra Japan þessa dagana.
Fréttablaðið/AP
Hart er sótt að forsætisráðherra Japan þessa dagana. Fréttablaðið/AP
Naoto Kan, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í gær að fjölga ætti ráðherraembættum í ríkisstjórn landsins um tvö. Nýju ráðherrarnir eiga að hafa yfirumsjón með uppbyggingunni í landinu eftir jarðskjálftann sem dundi yfir í mars.

Ríkisstjórn Kans hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín við jarðskjálftanum en fyrir utan skjálftann sjálfan skall risaflóðbylgja á austurhluta landsins, auk þess sem lítið kjarnorkuslys varð í kjarnorkuveri í landinu.

Vinsældir Kans eru litlar um þessar mundir en honum þykir hafa mistekist að leiða þjóð sína í gegnum erfiðleikana. Kan sagðist í gær vera tilbúinn að stíga til hliðar, en þó aðeins þegar uppbyggingin væri komin almennilega af stað.

Alls létust 23 þúsund manns í hörmungunum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×