Barst yfir hafið með skipum 25. júní 2011 07:15 Eins og myndin sýnir ber krabbinn mikið af hrognum. Þau skipta tugum eða hundruðum þúsunda. Mynd/Halldór P. Halldórsson fullvaxinn Skjaldarbreidd þessa krabba mældist fimmtán sentimetrar, sem er stærra en hann mælist í náttúrulegum heimkynnum.Mynd/Óskar S. Gíslason Ný krabbategund, grjótkrabbi (Cancer irroratus), veiðist nú víða við Vesturland aðeins áratug eftir að hún er talin hafa borist til landsins með kjölfestuvatni skipa. Krabbinn er frekar stórvaxinn og er alæta. Lítið er vitað um hugsanlega dreifingu hans til framtíðar, en krabbar sem veiðast í Hvalfirði ná sömu stærð og í sínum náttúrulegu heimkynnum við austurströnd Norður-Ameríku. Krabbinn finnst ekki annars staðar í Evrópu. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, segir að fyrstu krabbarnir hafi fundist í Hvalfirði árið 2006 en líkur megi leiða að því að hann hafi komið fyrst til landsins um aldamótin. Í því tilliti megi undrum sæta hversu útbreiðsla hans sé orðin mikil nú þegar. „Krabbarnir sem hafa veiðst eru jafn stórir og þeir verða stærstir í sínum náttúrulegu heimkynnum. Kerlingarnar bera líka mikið af hrognum. Útbreiðslan bendir til þess að dýrinu líði vel,“ segir Halldór. Krabbinn veiðist bæði í Faxaflóa og Breiðafirði en eftir er að svara hversu norðarlega krabbinn fer. Við strendur Norður-Ameríku finnst hann á stóru svæði, frá Labrador niður til Flórída. Rannsóknasetrið hefur staðið fyrir rannsóknum frá 2007 en þær hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu að hægt sé að fullyrða nokkuð um stofnstærð krabbans í dag. „En hann er að fjölga sér, eins og sést á kvendýrunum sem bera tugi eða hundruð þúsunda eggja. Grjótkrabbinn er orðinn ráðandi í Hvalfirði og meira veiðist af honum en öðrum krabbategundum,“ segir Halldór. Ein af stóru spurningunum sem glímt er við er hugsanleg neikvæð áhrif nýbúans á lífríkið. Hann er í samkeppni við aðrar krabbategundir, enda alæta eins og margir aðrir krabbar. „Spurningar vakna um áhrif hans á aðrar tegundir, um hrognaát hans og fleira,“ segir Halldór. Rannsóknasetrið, Vatn og Sjór ehf, Arctic ehf. og Hafrannsóknastofnun standa í sumar fyrir merkingum á grjótkrabba. Þær munu gefa upplýsingar um skammtímafar hans og jafnvel stofnstærð. Halldór segir að grjótkrabbinn geti orðið nokkuð stór, en hámarks skjaldarbreidd karldýra er á mörgum svæðum talin vera um fjórtán sentimetrar. Hann hefur veiðst stærri í Hvalfirði. Krabbinn er nytjaður í upprunalegum heimkynnum sínum en of snemmt er að segja til um hvort um nýjan nytjastofn er að ræða hér við land, að sögn Halldórs. Útbreiðslan er þó eftirtektarverð. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
fullvaxinn Skjaldarbreidd þessa krabba mældist fimmtán sentimetrar, sem er stærra en hann mælist í náttúrulegum heimkynnum.Mynd/Óskar S. Gíslason Ný krabbategund, grjótkrabbi (Cancer irroratus), veiðist nú víða við Vesturland aðeins áratug eftir að hún er talin hafa borist til landsins með kjölfestuvatni skipa. Krabbinn er frekar stórvaxinn og er alæta. Lítið er vitað um hugsanlega dreifingu hans til framtíðar, en krabbar sem veiðast í Hvalfirði ná sömu stærð og í sínum náttúrulegu heimkynnum við austurströnd Norður-Ameríku. Krabbinn finnst ekki annars staðar í Evrópu. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, segir að fyrstu krabbarnir hafi fundist í Hvalfirði árið 2006 en líkur megi leiða að því að hann hafi komið fyrst til landsins um aldamótin. Í því tilliti megi undrum sæta hversu útbreiðsla hans sé orðin mikil nú þegar. „Krabbarnir sem hafa veiðst eru jafn stórir og þeir verða stærstir í sínum náttúrulegu heimkynnum. Kerlingarnar bera líka mikið af hrognum. Útbreiðslan bendir til þess að dýrinu líði vel,“ segir Halldór. Krabbinn veiðist bæði í Faxaflóa og Breiðafirði en eftir er að svara hversu norðarlega krabbinn fer. Við strendur Norður-Ameríku finnst hann á stóru svæði, frá Labrador niður til Flórída. Rannsóknasetrið hefur staðið fyrir rannsóknum frá 2007 en þær hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu að hægt sé að fullyrða nokkuð um stofnstærð krabbans í dag. „En hann er að fjölga sér, eins og sést á kvendýrunum sem bera tugi eða hundruð þúsunda eggja. Grjótkrabbinn er orðinn ráðandi í Hvalfirði og meira veiðist af honum en öðrum krabbategundum,“ segir Halldór. Ein af stóru spurningunum sem glímt er við er hugsanleg neikvæð áhrif nýbúans á lífríkið. Hann er í samkeppni við aðrar krabbategundir, enda alæta eins og margir aðrir krabbar. „Spurningar vakna um áhrif hans á aðrar tegundir, um hrognaát hans og fleira,“ segir Halldór. Rannsóknasetrið, Vatn og Sjór ehf, Arctic ehf. og Hafrannsóknastofnun standa í sumar fyrir merkingum á grjótkrabba. Þær munu gefa upplýsingar um skammtímafar hans og jafnvel stofnstærð. Halldór segir að grjótkrabbinn geti orðið nokkuð stór, en hámarks skjaldarbreidd karldýra er á mörgum svæðum talin vera um fjórtán sentimetrar. Hann hefur veiðst stærri í Hvalfirði. Krabbinn er nytjaður í upprunalegum heimkynnum sínum en of snemmt er að segja til um hvort um nýjan nytjastofn er að ræða hér við land, að sögn Halldórs. Útbreiðslan er þó eftirtektarverð. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira