Erlent

Einangruð frá umheiminum

Hér sjást híbýli ættbálksins sem uppgötvaðist á Amazon-svæðinu fyrir skemmstu.NordicPhotos/AFP
Hér sjást híbýli ættbálksins sem uppgötvaðist á Amazon-svæðinu fyrir skemmstu.NordicPhotos/AFP
Yfirvöld í Brasilíu sögðu í vikunni frá áður óþekktum ættbálki fólks sem fannst djúpt inni í Amazon-frumskóginum. Fjórar byggingar sáust þegar flogið var þar yfir og er talið að um 200 manns búi þar og byggi afkomu sína meðal annars á ræktun maís og banana.

Sérstök stofnun fer með þennan málaflokk í Brasilíu, en talið er að 68 ættbálkar búi á Amazon-svæðinu í algerri einangrun frá umheiminum. Opinber stefna er að vernda þessa hópa og sjá til þess að þeir fái að lifa í friði, en að þeim steðja margs konar ógnir.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×