Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi 20. júní 2011 07:00 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira