Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi 20. júní 2011 07:00 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira