Lífið

Tónleikar með Caribou

Stærðfræðidoktorinn Daniel Victor Snaith er forsprakki Caribou.
Stærðfræðidoktorinn Daniel Victor Snaith er forsprakki Caribou.
Kanadíska hljómsveitin Caribou leikur á Nasa á sunnudagskvöld. Hljómsveitin Sin Fang sem er með samning við þýsku útgáfuna Morr Music hitar upp. Caribou er sviðsnafn stærðfræðidoktorsins Daniels Victors Snaith sem einnig er þekktur undir nafninu Manitoba.

Hann breytti nafninu úr Manitoba í Caribou árið 2004 þegar honum var hótað lögsókn.

Síðustu tvær plötur Caribou hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Andorra fékk kanadísku Polaris-verðlaunin og Swim var tilnefnd til sömu verðlauna. Enn eru til miðar á tónleikana og fer miðasala fram á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.