Rokkararnir í Queens of the Stone Age ætla að ljúka við sína sjöttu plötu síðar á þessu ári.
Hljómsveitin hefur verið í hljóðveri að undanförnu en tekur sér pásu til að spila á Glastonbury-hátíðinni á Englandi sem verður haldin í júní. Eftir það er ætlunin að fara beint aftur í hljóðverið. „Platan okkar verður tilbúin í lok ársins. Við eigum til nóg af lögum,“ sagði forsprakkinn Josh Homme. Hann býst ekki við miklum breytingum á plötunni. „Það er skrítið en okkur líður eins og við höfum ekki lengur neitt að sanna fyrir fólki.“
