Ekki fasteignabóla heldur eðlileg þróun 18. maí 2011 07:30 ingibjörg þórðardóttir „Auðvitað eru til peningamenn. En þeir eru líka alveg ofboðslega harðir að bjóða og kaupa ekki eignir á uppsprengdu verði. Þeir eru að gera góð kaup," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við fjölgun öflugra fjárfesta á fasteignamarkaðnum sem séu að blása upp verð á íbúðum í landinu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að afar líklegt væri að umsvifamiklir fjárfestar hér á landi væru að færa sig út á fasteignamarkaðinn í auknum mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt gæti leitt til hærra fasteignaverðs og eignabólu. Ingibjörg mótmælir þessum ummælum ráðherra. Vissulega sé markaðurinn farinn að taka við sér en fjölgun þinglýstra samninga sé ekki það mikil að rökrétt sé að fjalla um hana á þennan hátt. „Það fer allt eftir því við hvaða tölur er verið að miða," segir Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í raun verið lamaður frá því í árslok 2007. Eftir síðustu verslunarmannahelgi tóku þinglýstir samningar að togast upp í 70 til 80 á viku úr um 30 til 40. Það er fjölgun um helming, en samt ekki há tala í sjálfu sér. Það vantar enn mikið upp á að markaðurinn sé kominn í jafnvægi." Ingibjörg hefur þó trú á því að markaðurinn réttist við vegna þeirrar grundvallarþarfar sem hann sinni í samfélaginu. „Það er svo mikil þörf til staðar að geta keypt og selt. Fólk deyr, það fæðast nýir einstaklingar og fjölskyldur taka breytingum. Þetta er lifandi markaður sem verður að laga sig að þörfum þegna þjóðfélagsins hverju sinni," segir hún. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hefur fjölgað um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu, sé litið á tímabilið janúar 2010 til janúar 2011. Fleiri og stærri eignir eru nú að koma á markað og segir Ingibjörg margar ástæður geta verið fyrir því. Fólk hafi til að mynda haldið að sér höndum þar til nú. Á meðan kaupmáttur er ekki meiri og verðtryggð lán enn í gildi fær Ingibjörg ekki séð að fasteignabóla sé í uppsiglingu. Hún segir ytri aðstæður einfaldlega ekki bjóða upp á það. Þó hafi þinglýstum samningum fjölgað upp í um 100 á viku frá því í haust. „En ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera helmingi fleiri," segir Ingibjörg. sunna@frettabladid.is Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Auðvitað eru til peningamenn. En þeir eru líka alveg ofboðslega harðir að bjóða og kaupa ekki eignir á uppsprengdu verði. Þeir eru að gera góð kaup," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við fjölgun öflugra fjárfesta á fasteignamarkaðnum sem séu að blása upp verð á íbúðum í landinu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að afar líklegt væri að umsvifamiklir fjárfestar hér á landi væru að færa sig út á fasteignamarkaðinn í auknum mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt gæti leitt til hærra fasteignaverðs og eignabólu. Ingibjörg mótmælir þessum ummælum ráðherra. Vissulega sé markaðurinn farinn að taka við sér en fjölgun þinglýstra samninga sé ekki það mikil að rökrétt sé að fjalla um hana á þennan hátt. „Það fer allt eftir því við hvaða tölur er verið að miða," segir Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í raun verið lamaður frá því í árslok 2007. Eftir síðustu verslunarmannahelgi tóku þinglýstir samningar að togast upp í 70 til 80 á viku úr um 30 til 40. Það er fjölgun um helming, en samt ekki há tala í sjálfu sér. Það vantar enn mikið upp á að markaðurinn sé kominn í jafnvægi." Ingibjörg hefur þó trú á því að markaðurinn réttist við vegna þeirrar grundvallarþarfar sem hann sinni í samfélaginu. „Það er svo mikil þörf til staðar að geta keypt og selt. Fólk deyr, það fæðast nýir einstaklingar og fjölskyldur taka breytingum. Þetta er lifandi markaður sem verður að laga sig að þörfum þegna þjóðfélagsins hverju sinni," segir hún. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hefur fjölgað um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu, sé litið á tímabilið janúar 2010 til janúar 2011. Fleiri og stærri eignir eru nú að koma á markað og segir Ingibjörg margar ástæður geta verið fyrir því. Fólk hafi til að mynda haldið að sér höndum þar til nú. Á meðan kaupmáttur er ekki meiri og verðtryggð lán enn í gildi fær Ingibjörg ekki séð að fasteignabóla sé í uppsiglingu. Hún segir ytri aðstæður einfaldlega ekki bjóða upp á það. Þó hafi þinglýstum samningum fjölgað upp í um 100 á viku frá því í haust. „En ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera helmingi fleiri," segir Ingibjörg. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira