Hefði viljað sjá hærra mat 17. maí 2011 08:00 Mat Fitch er viðurkenning á að Ísland sé að rétta úr kútnum, segir Steingrímur sem á myndinni er í húsakynnum AGS. Fréttablaðið/ÓKÁ „Þetta er ákveðinn varnarsigur og jákvætt svo langt sem það nær. Það hefði verið betra að hækka okkur. En þetta styður við það mat manna að Ísland sé að rétta úr kútnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat Fitch um lánshæfishorfur ríkissjóðs sem birt var í gær. Í matinu er lánshæfishorfum breytt úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfismat til langs tíma er enn óbreytt í ruslflokki. Í mati Fitch kemur fram að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samkomulagið fyrir rúmum mánuði muni ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Þá er talið til tekna að stjórnvöld eru fullviss um að þrotabú gamla Landsbankans geti staðið undir í það minnsta níutíu prósentum af Icesave-kröfunum. Fulltrúar stjórnvalda og Seðlabankans funduðu með matsfyrirtækjunum í kringum vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði. Steingrímur segir þá vinnu vera að skila sér nú. „Þetta er ákveðin uppskera af því puði.“ Þetta er annað matið á lánshæfi ríkissjóðs eftir að Icesave-samkomulagið var fellt fyrir rúmum mánuði. Moody‘s birti sitt mat seint í síðasta mánuði en Standard & Poor‘s á enn eftir að birta sitt. Ekki liggur fyrir hvenær von er á því, að sögn Steingríms. - jab Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Þetta er ákveðinn varnarsigur og jákvætt svo langt sem það nær. Það hefði verið betra að hækka okkur. En þetta styður við það mat manna að Ísland sé að rétta úr kútnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat Fitch um lánshæfishorfur ríkissjóðs sem birt var í gær. Í matinu er lánshæfishorfum breytt úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfismat til langs tíma er enn óbreytt í ruslflokki. Í mati Fitch kemur fram að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samkomulagið fyrir rúmum mánuði muni ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Þá er talið til tekna að stjórnvöld eru fullviss um að þrotabú gamla Landsbankans geti staðið undir í það minnsta níutíu prósentum af Icesave-kröfunum. Fulltrúar stjórnvalda og Seðlabankans funduðu með matsfyrirtækjunum í kringum vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði. Steingrímur segir þá vinnu vera að skila sér nú. „Þetta er ákveðin uppskera af því puði.“ Þetta er annað matið á lánshæfi ríkissjóðs eftir að Icesave-samkomulagið var fellt fyrir rúmum mánuði. Moody‘s birti sitt mat seint í síðasta mánuði en Standard & Poor‘s á enn eftir að birta sitt. Ekki liggur fyrir hvenær von er á því, að sögn Steingríms. - jab
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira