Lífið

Önnur plata Mógil

Hljómsveitin Mógil hefur gefið út plötuna Í stillunni hljómar.
Hljómsveitin Mógil hefur gefið út plötuna Í stillunni hljómar.
Hljómsveitin Mógil hefur sent frá sér plötuna Í stillunni hljómar. Platan var gefin út í Belgíu og Hollandi í mars og hefur fengið góða dóma þar. Einnig var nýlega fjallað um plötuna í tímaritinu The New York City Jazz Record. Mógil hefur áður gefið út plötuna Ró sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2008.

Mógil er skipuð þeim Heiðu Árnadóttur, Hilmari Jenssyni, Joachim Badenhorst og Ananta Roosens. Hljómsveitin hefur starfað saman í fimm ár og farið í tónleikafeðir um Holland, Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Ísland. Sveitin hefur einnig spilað á ýmsum tónlistarhátíðum á borð við Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og Womex-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.