Hef aldrei fengið né sóst eftir ofurlaunum 7. maí 2011 05:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ný stjórn Eirar kaus Vilhjálm einróma áfram sem stjórnarformann en hann stígur til hliðar úr því embætti á meðan hann gegnir starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins fram á haust. Hér ræðir Vilhjálmur við Emil Theodór Guðjónsson og Birnu Kristínu Svavarsdóttur.Fréttablaðið/Anton „Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fram á haust. Eir og Skjól eru sjálfseignarstofnanir sem starfa samkvæmt lögum og þiggja daggjöld frá ríkinu. Stofnununum er stýrt af stjórnum sem kosnar eru af fulltrúaráðum, Í þau skipa ýmis bæjarfélög og félagasamtök. Vilhjálmur, sem verið hefur stjórnarformaður Eirar í áratug, segir að fyrrverandi forstjóri hafi verið að hætta en á sama tíma var nýtt fulltrúaráð skipað og ný stjórn kosin. „Það var leitað til mín á þessum tímamótum og ég beðinn um að gera þetta tímabundið,“ segir Vilhjálmur sem hafnar því alfarið að nokkuð sé óeðlilegt við það að hann hafi verið ráðinn tímabundið án auglýsingar. Slíkt tíðkist víða, til dæmis hjá Reykjavíkurborg og ríkinu, og jafnvel til lengri tíma. Fram kom í Fréttatímanum í gær að forveri Vilhjálms, Sigurður Helgi Guðmundsson, hafi haft samtals 1.440 þúsund krónur á mánuði að bílastyrk meðtöldum. Vilhjálmur segir að að launakjör hans muni taka mið af efnahagsástandinu. Hann verði á eigin bíl og launin lækki um nokkur hundruð þúsund krónur – eins og hann sjálfur hafi lagt til fyrir allnokkru þegar nefnt var að hann myndi taka starfið að sér. „Ég hef aldrei verið á ofurlaunum og aldrei sóst eftir því,“ segir Vilhjálmur, sem kveður framkvæmdastjórastarfið verða auglýst fljótlega og að hann muni ekki sækja um. „Það er ekki verið að búa í haginn fyrir mig með þessari tímabundnu ráðningu.“- gar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fram á haust. Eir og Skjól eru sjálfseignarstofnanir sem starfa samkvæmt lögum og þiggja daggjöld frá ríkinu. Stofnununum er stýrt af stjórnum sem kosnar eru af fulltrúaráðum, Í þau skipa ýmis bæjarfélög og félagasamtök. Vilhjálmur, sem verið hefur stjórnarformaður Eirar í áratug, segir að fyrrverandi forstjóri hafi verið að hætta en á sama tíma var nýtt fulltrúaráð skipað og ný stjórn kosin. „Það var leitað til mín á þessum tímamótum og ég beðinn um að gera þetta tímabundið,“ segir Vilhjálmur sem hafnar því alfarið að nokkuð sé óeðlilegt við það að hann hafi verið ráðinn tímabundið án auglýsingar. Slíkt tíðkist víða, til dæmis hjá Reykjavíkurborg og ríkinu, og jafnvel til lengri tíma. Fram kom í Fréttatímanum í gær að forveri Vilhjálms, Sigurður Helgi Guðmundsson, hafi haft samtals 1.440 þúsund krónur á mánuði að bílastyrk meðtöldum. Vilhjálmur segir að að launakjör hans muni taka mið af efnahagsástandinu. Hann verði á eigin bíl og launin lækki um nokkur hundruð þúsund krónur – eins og hann sjálfur hafi lagt til fyrir allnokkru þegar nefnt var að hann myndi taka starfið að sér. „Ég hef aldrei verið á ofurlaunum og aldrei sóst eftir því,“ segir Vilhjálmur, sem kveður framkvæmdastjórastarfið verða auglýst fljótlega og að hann muni ekki sækja um. „Það er ekki verið að búa í haginn fyrir mig með þessari tímabundnu ráðningu.“- gar
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira