Föðuramma Obama að koma til Íslands 5. maí 2011 06:45 Sara Obama með íslenskan trefil ásamt sjálfboðaliðum í samtökum Paul og Rosemary í Kenía. mynd/tearschildren Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. Að sögn Pauls kemur Sara Obama hingað til lands til þess að hjálpa þeim að vekja athygli á hjálparsamtökum þeirra, Tears Children and Youth Aid, en þau vinna nú að því að safna fé til að byggja barnaskóla í nágrenni við heimabæ Obama. Hún er þriðja eiginkona föðurafa Bandaríkjaforsetans, sem kallar hana Ömmu Söru. „Hún er svo mörgum innblástur," segir Paul en Sara rekur sín eigin góðgerðasamtök í Kenía. Paul segir hana og fylgdarlið hennar hafa fengið vegabréfsáritanir í gær og áætlað sé að þau komi hingað til lands 15. maí. Hann hefur fundað með forsetaembættinu um málið og kynnt fólki þar áformin. Örnólfur Thorsson forsetaritari staðfesti það við Fréttablaðið í gær, en nánari aðkoma forsetaembættisins liggur ekki fyrir. „Fyrsta kvöldið verðum við með einhvern formlegan fund til að kynna hana fyrir íslensku þjóðinni. Svo ætlum við að heimsækja einhverja skóla bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, við búum í Hafnarfirði og viljum gera þetta fyrir fólkið okkar. Svo verða allavega tveir fyrirlestrar haldnir, vonandi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Svo langar okkur að fara með hana gullna hringinn, og kynna hana fyrir Íslendingum." Paul og Rosemary vita hversu hart er í ári hjá mörgum á Íslandi en þau vilja nota tækifærið með komu Söru að hvetja íslensku þjóðina til dáða. Þau leita stuðnings almennings við að fjármagna skólann, en hafa nú þegar fest kaup á þremur lóðum undir skóla. „Þessi skóli mun þjóna 700 börnum, sem geta eftir útskrift leitað sér meiri menntunar. Hversu mikið meira er hægt að biðja um? Þetta eru munaðarlaus börn, börn sem hafa verið misnotuð og enginn hefur viljað. Við töldum aðeins hægt að hjálpa þeim með því að mennta þau. Það er númer eitt, tvö og þrjú." „Við viljum að fólk þekki samtökin okkar og um hvað þau snúast. Við viljum líka sýna fólki hér hversu mikils virði 2.000 íslenskar krónur eru fyrir börnin í Kenía," segir Paul. „Við viljum styðja börn í Kenía eins og við vorum studd á Íslandi, við viljum sýna þeim sömu ástúð. Við viljum líka gefa þeim tækifæri til að komast á ný inn í samfélagið og vera samþykkt, eins og við vorum samþykkt hérna." Hægt er að fræðast meira um samtökin Tears Children and Youth Aid á http://www.tearschildren.org/. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. Að sögn Pauls kemur Sara Obama hingað til lands til þess að hjálpa þeim að vekja athygli á hjálparsamtökum þeirra, Tears Children and Youth Aid, en þau vinna nú að því að safna fé til að byggja barnaskóla í nágrenni við heimabæ Obama. Hún er þriðja eiginkona föðurafa Bandaríkjaforsetans, sem kallar hana Ömmu Söru. „Hún er svo mörgum innblástur," segir Paul en Sara rekur sín eigin góðgerðasamtök í Kenía. Paul segir hana og fylgdarlið hennar hafa fengið vegabréfsáritanir í gær og áætlað sé að þau komi hingað til lands 15. maí. Hann hefur fundað með forsetaembættinu um málið og kynnt fólki þar áformin. Örnólfur Thorsson forsetaritari staðfesti það við Fréttablaðið í gær, en nánari aðkoma forsetaembættisins liggur ekki fyrir. „Fyrsta kvöldið verðum við með einhvern formlegan fund til að kynna hana fyrir íslensku þjóðinni. Svo ætlum við að heimsækja einhverja skóla bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, við búum í Hafnarfirði og viljum gera þetta fyrir fólkið okkar. Svo verða allavega tveir fyrirlestrar haldnir, vonandi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Svo langar okkur að fara með hana gullna hringinn, og kynna hana fyrir Íslendingum." Paul og Rosemary vita hversu hart er í ári hjá mörgum á Íslandi en þau vilja nota tækifærið með komu Söru að hvetja íslensku þjóðina til dáða. Þau leita stuðnings almennings við að fjármagna skólann, en hafa nú þegar fest kaup á þremur lóðum undir skóla. „Þessi skóli mun þjóna 700 börnum, sem geta eftir útskrift leitað sér meiri menntunar. Hversu mikið meira er hægt að biðja um? Þetta eru munaðarlaus börn, börn sem hafa verið misnotuð og enginn hefur viljað. Við töldum aðeins hægt að hjálpa þeim með því að mennta þau. Það er númer eitt, tvö og þrjú." „Við viljum að fólk þekki samtökin okkar og um hvað þau snúast. Við viljum líka sýna fólki hér hversu mikils virði 2.000 íslenskar krónur eru fyrir börnin í Kenía," segir Paul. „Við viljum styðja börn í Kenía eins og við vorum studd á Íslandi, við viljum sýna þeim sömu ástúð. Við viljum líka gefa þeim tækifæri til að komast á ný inn í samfélagið og vera samþykkt, eins og við vorum samþykkt hérna." Hægt er að fræðast meira um samtökin Tears Children and Youth Aid á http://www.tearschildren.org/. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira