Fullveldið er undirstaðan 5. maí 2011 04:00 Í nýrri bók sinni segir Eiríkur Bergmann Einarsson að hugmyndir um fullveldi og þjóðina liggi að baki íslenskri stjórnmálaumræðu. Fréttablaðið/GVA Hugmyndir um þjóðina og fullveldi hafa einkennt íslenska stjórnmálaumræðu um áratugaskeið og eru í raun gegnumgangandi í flestöllum deilumálum um utanríkismál, allt frá inngöngunni í NATO árið 1949. Þetta er meginefni nýrrar bókar frá Eiríki Bergmanni Einarssyni stjórnmálafræðingi, en hún ber heitið Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður. Þar greinir Eiríkur umræðuna í kringum nokkur umdeildustu mál síðustu áratuga, aðild Ísland að NATO, EFTA, EES, ESB og svo umræðuna í kringum Icesave og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að efnahagsmálum hér á landi. „Þessi bók er tilraun til að skilja þau áhrif sem hugmyndir um þjóðina og fullveldið hafa á stjórnmálaumræðuna,“ segir Eiríkur í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða hans er sú að fullveldið sé í raun grundvöllur pólitískra hugmynda hér á landi. Eiríkur segir að langur aðdragandi hafi verið að þessari hugmynd, sem megi rekja til upphafs sjálfstæðisbaráttu Íslands á fyrri hluta nítjándu aldar. „Íslenskir stúdentar í Danmörku mótuðust af hugmyndum um lýðræði og grundvöll ríkja. Danskir lýðræðissinnar afnámu einveldi konungs og það er ekki ólíklegt að við það hafi Íslendingarnir hugsað með sér að þar sem Danir hafi markað sér stöðu sem þjóð, gætu Íslendingar gert hið sama.“ Eiríkur undirstrikar mikilvægi þessara brautryðjenda fyrir Ísland og Íslendinga. „Þetta voru flottir menn sem tóku alþjóðlega strauma og notuðu til að lyfta Íslandi úr dróma, upp til nútímans svo að úr varð alvöruríki á meðal ríkja.“ Þessar hugmyndir hafi síðar orðið grundvöllur stjórnmálaumræðu allt fram til dagsins í dag. Að sögn Eiríks eru margir fletir á þessu máli þar sem fólk eða hópar með gagnstæðar skoðanir geti rekið mál sín á grundvelli þjóðernis. „Það virðist vera lykilatriði til árangurs í íslenskri pólitík að geta nýtt sér þjóðina og fullveldið,“ segir Eiríkur og bætir því við að þó að vissulega sé hægt að beita fyrir sig hugmyndum um þjóðina í neikvæðum tilgangi, séu þær alls ekki neikvæðar í grunninn. Eiríkur telur að þessar hugmyndir um fullveldið og þjóðina verði áfram undirstaða íslenskrar stjórnmálaumræðu. „Þessar grundvallarhugmyndir urðu til í sköpunarsögu íslenska ríkisins og verður ekki breytt svo glatt. Þú skiptir ekki um innrætingu í fólki, því að við höfum öll sömu tilfinningu gagnvart hlutum eins og handboltalandsliðinu, lambakjöti og tungumálinu.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Hugmyndir um þjóðina og fullveldi hafa einkennt íslenska stjórnmálaumræðu um áratugaskeið og eru í raun gegnumgangandi í flestöllum deilumálum um utanríkismál, allt frá inngöngunni í NATO árið 1949. Þetta er meginefni nýrrar bókar frá Eiríki Bergmanni Einarssyni stjórnmálafræðingi, en hún ber heitið Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður. Þar greinir Eiríkur umræðuna í kringum nokkur umdeildustu mál síðustu áratuga, aðild Ísland að NATO, EFTA, EES, ESB og svo umræðuna í kringum Icesave og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að efnahagsmálum hér á landi. „Þessi bók er tilraun til að skilja þau áhrif sem hugmyndir um þjóðina og fullveldið hafa á stjórnmálaumræðuna,“ segir Eiríkur í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða hans er sú að fullveldið sé í raun grundvöllur pólitískra hugmynda hér á landi. Eiríkur segir að langur aðdragandi hafi verið að þessari hugmynd, sem megi rekja til upphafs sjálfstæðisbaráttu Íslands á fyrri hluta nítjándu aldar. „Íslenskir stúdentar í Danmörku mótuðust af hugmyndum um lýðræði og grundvöll ríkja. Danskir lýðræðissinnar afnámu einveldi konungs og það er ekki ólíklegt að við það hafi Íslendingarnir hugsað með sér að þar sem Danir hafi markað sér stöðu sem þjóð, gætu Íslendingar gert hið sama.“ Eiríkur undirstrikar mikilvægi þessara brautryðjenda fyrir Ísland og Íslendinga. „Þetta voru flottir menn sem tóku alþjóðlega strauma og notuðu til að lyfta Íslandi úr dróma, upp til nútímans svo að úr varð alvöruríki á meðal ríkja.“ Þessar hugmyndir hafi síðar orðið grundvöllur stjórnmálaumræðu allt fram til dagsins í dag. Að sögn Eiríks eru margir fletir á þessu máli þar sem fólk eða hópar með gagnstæðar skoðanir geti rekið mál sín á grundvelli þjóðernis. „Það virðist vera lykilatriði til árangurs í íslenskri pólitík að geta nýtt sér þjóðina og fullveldið,“ segir Eiríkur og bætir því við að þó að vissulega sé hægt að beita fyrir sig hugmyndum um þjóðina í neikvæðum tilgangi, séu þær alls ekki neikvæðar í grunninn. Eiríkur telur að þessar hugmyndir um fullveldið og þjóðina verði áfram undirstaða íslenskrar stjórnmálaumræðu. „Þessar grundvallarhugmyndir urðu til í sköpunarsögu íslenska ríkisins og verður ekki breytt svo glatt. Þú skiptir ekki um innrætingu í fólki, því að við höfum öll sömu tilfinningu gagnvart hlutum eins og handboltalandsliðinu, lambakjöti og tungumálinu.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira