Sæmdarrétt þarf að skýra í lögunum 30. apríl 2011 07:00 Verkið „Fallegasta bók í heimi“ hefur vakið upp líflega umræðu um rétt listamanna yfir verkum sínum. Fréttablaðið/Stefán Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frummælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademíunnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“. Málefnið er ofarlega á baugi í menningarheiminum vegna deilu um notkun listamanna á bókinni Flora Islandica við gerð listaverksins „Fallegasta bók í heimi“, sem var hluti af sýningunni Koddu. Útgefandi bókarinnar var ósáttur við meðferð listamannanna á bókinni, sem var ötuð út í matarleifum, og töldu að brotið væri á sæmdarrétti höfunda hennar. Egill Viðarsson, meistaranemi í þjóðfræði, sagði í fyrirlestri sínum að sæmdarréttur listamanna væri ekki órjúfanlegur hluti af höfundarrétti. Málið sé að hluta til af siðferðislegum og tilfinningalegum toga. Hann bætti við í samtali við Fréttablaðið að í sæmdarrétti væri líka falinn tvískinnungur. „Þetta á stundum við og stundum ekki og er orðið eins konar valdatæki til að skelfa listamenn og heftir tjáningarfrelsi.“ Egill sagðist álíta að nú til dags afsöluðu listamenn hluta af siðferðislegum rétti sínum strax við útgáfu og erfitt væri að framfylgja lögum um sæmdarrétt þegar stafræn tækni stendur öllum til boða. Teitur Skúlason sérhæfir sig í hugverkarétti og fjallaði um málið frá lagalegu sjónarmiði. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að afar erfitt væri að skilgreina brot á sæmdarrétti. „Túlkun og beiting laganna um sæmdarrétt er óskýr og það þarf að bæta úr því. Skýring laganna og frekari lagasetning gæti hins vegar reynst erfið, vegna þess að fagurfræði og mat listamanna er afar óheppilegur grunnur að lagasetningu.“ Hannes Lárusson, einn sýningarstjóra Koddu, segist þeirrar skoðunar að sæmdarrétturinn í íslensku listaumhverfi sé í raun merkingarlaust hugtak. „Menn vita ekki hvar mörkin liggja í þessu.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Hugtakið um sæmdarrétt listamanna þarf að skýra í lögum og jafnvel endurhugsa frá grunni. Það er mat tveggja ungra fræðimanna, sem voru frummælendur á vel sóttu málþingi Reykjavíkurakademíunnar í gær, sem bar yfirskriftina: „Er sæmdarréttur tímaskekkja“. Málefnið er ofarlega á baugi í menningarheiminum vegna deilu um notkun listamanna á bókinni Flora Islandica við gerð listaverksins „Fallegasta bók í heimi“, sem var hluti af sýningunni Koddu. Útgefandi bókarinnar var ósáttur við meðferð listamannanna á bókinni, sem var ötuð út í matarleifum, og töldu að brotið væri á sæmdarrétti höfunda hennar. Egill Viðarsson, meistaranemi í þjóðfræði, sagði í fyrirlestri sínum að sæmdarréttur listamanna væri ekki órjúfanlegur hluti af höfundarrétti. Málið sé að hluta til af siðferðislegum og tilfinningalegum toga. Hann bætti við í samtali við Fréttablaðið að í sæmdarrétti væri líka falinn tvískinnungur. „Þetta á stundum við og stundum ekki og er orðið eins konar valdatæki til að skelfa listamenn og heftir tjáningarfrelsi.“ Egill sagðist álíta að nú til dags afsöluðu listamenn hluta af siðferðislegum rétti sínum strax við útgáfu og erfitt væri að framfylgja lögum um sæmdarrétt þegar stafræn tækni stendur öllum til boða. Teitur Skúlason sérhæfir sig í hugverkarétti og fjallaði um málið frá lagalegu sjónarmiði. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið að afar erfitt væri að skilgreina brot á sæmdarrétti. „Túlkun og beiting laganna um sæmdarrétt er óskýr og það þarf að bæta úr því. Skýring laganna og frekari lagasetning gæti hins vegar reynst erfið, vegna þess að fagurfræði og mat listamanna er afar óheppilegur grunnur að lagasetningu.“ Hannes Lárusson, einn sýningarstjóra Koddu, segist þeirrar skoðunar að sæmdarrétturinn í íslensku listaumhverfi sé í raun merkingarlaust hugtak. „Menn vita ekki hvar mörkin liggja í þessu.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira