Vilja færa gjaldtöku af bensíni í vegtolla 28. apríl 2011 06:30 Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni hugmynd um breytta gjaldtöku í samgöngumálum. Hugmyndin snýst um að færa gjöld af eldsneyti yfir í vegtolla, og gæti komið stórum vegaframkvæmdum af stað, er mat samtakanna. Hugmyndinni er fálega tekið af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem segir að um aukna skattpíningu sé að ræða með breyttum formerkjum. SA hafa lagt áherslu á að hefja átak í samgöngumálum í tengslum við kjarasamninga, en allt frá stöðugleikasáttmálanum árið 2009 hefur verið rætt um slíkt átak. Lífeyrissjóðirnir höfðu lýst sig áhugasama um að koma að fjármögnun en þeir sögðu sig frá málinu í desember, fyrst og síðast vegna deilna um vegtolla. „Það sem við höfum talið mögulegt til að brjóta þessa kyrrstöðu í samgöngumálunum er að gjaldtakan verði flutt af eldsneyti og sett í almenna vegtolla,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en hugmyndin var rædd óformlega við stjórnvöld í gær. Ríkissjóður leggur hlutfallslegt gjald á innkaupsverð eldsneytis. Þegar það hækkar eykst skattheimtan. Með því að draga úr þessari gjaldtöku og taka upp fast gjald þegar ekið er um tilteknar samgönguæðar er mat SA að draga megi úr sveiflum á eldsneytisverði. Það tryggi hins vegar örugga og jafna innheimtu til að standa undir framkvæmdum. Sérstakt tímabundið gjald vegna nýframkvæmda gæti komið til greina samhliða, að sögn Vilhjálms. Ögmundur Jónasson segir tillöguna ganga út á stórauknar álögur. „Það sem er breytt síðan í fyrra, þegar rætt var um að skattleggja einstakar leiðir vegna framkvæmda á viðkomandi stað, er að nú er þessu smurt yfir landið allt. Mín sýn er sú að þetta sé almenn skattlagning sem ég hef efasemdir um að stemning sé fyrir í samfélaginu. Galdrastafur Vilhjálms Egilssonar breytir því ekki að verið er að tala um að afla viðbótartekna upp á tugi milljarða. Þeir peningar koma úr vösum landsmanna, ekki af himnum ofan,“ segir Ögmundur. - shá Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni hugmynd um breytta gjaldtöku í samgöngumálum. Hugmyndin snýst um að færa gjöld af eldsneyti yfir í vegtolla, og gæti komið stórum vegaframkvæmdum af stað, er mat samtakanna. Hugmyndinni er fálega tekið af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem segir að um aukna skattpíningu sé að ræða með breyttum formerkjum. SA hafa lagt áherslu á að hefja átak í samgöngumálum í tengslum við kjarasamninga, en allt frá stöðugleikasáttmálanum árið 2009 hefur verið rætt um slíkt átak. Lífeyrissjóðirnir höfðu lýst sig áhugasama um að koma að fjármögnun en þeir sögðu sig frá málinu í desember, fyrst og síðast vegna deilna um vegtolla. „Það sem við höfum talið mögulegt til að brjóta þessa kyrrstöðu í samgöngumálunum er að gjaldtakan verði flutt af eldsneyti og sett í almenna vegtolla,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en hugmyndin var rædd óformlega við stjórnvöld í gær. Ríkissjóður leggur hlutfallslegt gjald á innkaupsverð eldsneytis. Þegar það hækkar eykst skattheimtan. Með því að draga úr þessari gjaldtöku og taka upp fast gjald þegar ekið er um tilteknar samgönguæðar er mat SA að draga megi úr sveiflum á eldsneytisverði. Það tryggi hins vegar örugga og jafna innheimtu til að standa undir framkvæmdum. Sérstakt tímabundið gjald vegna nýframkvæmda gæti komið til greina samhliða, að sögn Vilhjálms. Ögmundur Jónasson segir tillöguna ganga út á stórauknar álögur. „Það sem er breytt síðan í fyrra, þegar rætt var um að skattleggja einstakar leiðir vegna framkvæmda á viðkomandi stað, er að nú er þessu smurt yfir landið allt. Mín sýn er sú að þetta sé almenn skattlagning sem ég hef efasemdir um að stemning sé fyrir í samfélaginu. Galdrastafur Vilhjálms Egilssonar breytir því ekki að verið er að tala um að afla viðbótartekna upp á tugi milljarða. Þeir peningar koma úr vösum landsmanna, ekki af himnum ofan,“ segir Ögmundur. - shá
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira