Þolinmæðin á þrotum hjá aðildarfélögum ASÍ 27. apríl 2011 04:00 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hittist í húsnæði Ríkissáttasemjara við Borgartún í Reykjavík laust eftir hádegi í gær til að ræða stöðu mála fyrir viðræðufund Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Pjetur Samninganefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) beinir því til aðildarfélaga sinna að vísa kjaradeilum til ríkissáttasemjara og undirbúa um leið aðgerðir sem þrýsti á atvinnurekendur og tryggi launahækkanir á þessu ári. „Deilan verður ekki leyst með rökum þegar við mætum bara rökleysu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og kveður vel geta komið til verkfalla. Gylfi segir þolinmæðina á þrotum í öllum aðildarfélögum ASÍ, en samninganefnd ASÍ fundaði um stöðu kjaraviðræðna í Karphúsinu í gær. „Þessi uppstilling á sjávarútvegsmálunum hefur haft mjög neikvæð áhrif,“ segir hann og kveður mótsögn í því hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að hafna skammtímasamningi og vilja vinna eftir svonefndri „atvinnuleið“ en hafna um leið aðgerðasamningi til þriggja ára án þess að lausn liggi fyrir í sjávarútvegsmálum. „Það er nokkuð ljóst að okkur miðar ekkert áfram í samtölum við þá.“ Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins (SA) sendu frá sér í gær er áréttað að samningaviðræðum hafi ekki verið slitið þótt gert hafi verið hlé á formlegum fundum fyrir páska. Samtökin segja svonefnda „atvinnuleið“ besta kostinn til að ná þjóðinni út úr kreppunni. „Mikilvægur þáttur í atvinnuleiðinni er gerð kjarasamninga til þriggja ára sem SA vinna enn að því að gera,“ segir í yfirlýsingunni. Um leið segir að ekki sé unnt að gera kjarasamning til þriggja ára án aðkomu stjórnvalda. Skapa verði fyrirtækjum öruggara starfsumhverfi, auk þess sem nást þurfi sátt um málefni sjávarútvegsins. Gylfi kveðst hins vegar ekki mjög trúaður á að ríkið og SA komist yfir þann ásteytingarstein sem sjávarútvegurinn er. „Mér hefur fundist málinu stillt þannig upp af hálfu atvinnurekenda og stjórnvalda að hvorugur geti vikið. Á milli sitja hins vegar almennir launamenn sem fá ekki launahækkanir.“ Þá skjóti skökku við að mati Gylfa að gengið hafi verið frá þriggja ára kjarasamningi við Elkem án þess að nokkur fyrirvari væri gerður um sjávarútvegsmál. „Mótsagnir af hálfu atvinnurekenda eru því miklar og verður ekki séð að mál verði til lykta leidd án meiri þrýstings.“ Gylfi segir að þótt viðræður séu í deilum einstakra stéttarfélaga sem séu hjá ríkissáttasemjara þá sé það ekki svo milli ASÍ og SA. „Það er einfaldlega af því að það er ekkert um að tala. Þeir hafa hafnað viðræðum.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) beinir því til aðildarfélaga sinna að vísa kjaradeilum til ríkissáttasemjara og undirbúa um leið aðgerðir sem þrýsti á atvinnurekendur og tryggi launahækkanir á þessu ári. „Deilan verður ekki leyst með rökum þegar við mætum bara rökleysu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og kveður vel geta komið til verkfalla. Gylfi segir þolinmæðina á þrotum í öllum aðildarfélögum ASÍ, en samninganefnd ASÍ fundaði um stöðu kjaraviðræðna í Karphúsinu í gær. „Þessi uppstilling á sjávarútvegsmálunum hefur haft mjög neikvæð áhrif,“ segir hann og kveður mótsögn í því hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að hafna skammtímasamningi og vilja vinna eftir svonefndri „atvinnuleið“ en hafna um leið aðgerðasamningi til þriggja ára án þess að lausn liggi fyrir í sjávarútvegsmálum. „Það er nokkuð ljóst að okkur miðar ekkert áfram í samtölum við þá.“ Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins (SA) sendu frá sér í gær er áréttað að samningaviðræðum hafi ekki verið slitið þótt gert hafi verið hlé á formlegum fundum fyrir páska. Samtökin segja svonefnda „atvinnuleið“ besta kostinn til að ná þjóðinni út úr kreppunni. „Mikilvægur þáttur í atvinnuleiðinni er gerð kjarasamninga til þriggja ára sem SA vinna enn að því að gera,“ segir í yfirlýsingunni. Um leið segir að ekki sé unnt að gera kjarasamning til þriggja ára án aðkomu stjórnvalda. Skapa verði fyrirtækjum öruggara starfsumhverfi, auk þess sem nást þurfi sátt um málefni sjávarútvegsins. Gylfi kveðst hins vegar ekki mjög trúaður á að ríkið og SA komist yfir þann ásteytingarstein sem sjávarútvegurinn er. „Mér hefur fundist málinu stillt þannig upp af hálfu atvinnurekenda og stjórnvalda að hvorugur geti vikið. Á milli sitja hins vegar almennir launamenn sem fá ekki launahækkanir.“ Þá skjóti skökku við að mati Gylfa að gengið hafi verið frá þriggja ára kjarasamningi við Elkem án þess að nokkur fyrirvari væri gerður um sjávarútvegsmál. „Mótsagnir af hálfu atvinnurekenda eru því miklar og verður ekki séð að mál verði til lykta leidd án meiri þrýstings.“ Gylfi segir að þótt viðræður séu í deilum einstakra stéttarfélaga sem séu hjá ríkissáttasemjara þá sé það ekki svo milli ASÍ og SA. „Það er einfaldlega af því að það er ekkert um að tala. Þeir hafa hafnað viðræðum.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira