Þorskur í hjarðeldi vex þrefalt hraðar 26. apríl 2011 04:00 Hjarðeldið reyndist koma betur út en að veiða villtan þorsk og ala hann í sjókvíum og mun betur en að nota eldisseiði sem klakin eru út í eldisstöð og flutt í sjókvíar.fréttablaðið/vilhelm Tilraunir með hjarðeldi á þorski í Arnarfirði benda til að slíkt eldi sé arðbært. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli erlendis og meðal annars fengið umfjöllun í fréttadálki hins virta vísindatímarits Nature. Nýlega birtist grein um arðsemi hjarðeldis á þorski í alþjóðlega tímaritinu Marine Policy eftir Jón Eðvald Halldórsson, Björn Björnsson og Stefán B. Gunnlaugsson en greinin er byggð á meistaraprófsritgerð Jóns við Háskólann á Akureyri þar sem Björn, sérfræðingur í eldi sjávardýra á Hafrannsóknastofnuninni, var leiðbeinandi. Í greininni er sagt frá tilraunum með hjarðeldi sem fóru fram í Arnarfirði á árunum 2005 og 2006 á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Þar var komið upp fjórum fóðrunarstöðvum miðsvæðis í firðinum, tveimur nærri norðurströndinni og tveimur nærri suðurströndinni. Þangað var farið tvisvar til þrisvar í viku með frosna loðnu í netpoka en þorskarnir söfnuðust að fóðrunarstöðvunum og rifu í sig fóðrið út um netmöskvana. Vaxtarhraði hjarðeldisfiskanna um það bil þrefaldaðist miðað við villta fiska annars staðar í firðinum. Í greininni er borinn saman sá möguleiki fyrir útgerðarfélag með 200 tonna þorskkvóta að í stað þess að veiða horaðan og smáan grunnslóðarfisk eigi að fóðra fiskinn í hjarðeldi eins og gert var í Arnarfirði og þannig tvöfalda meðalþyngd hans áður en veiðar færu fram. Miðað við gefnar forsendur er gert ráð fyrir að þá sé hægt að slátra um 360 tonnum af stórum fiski og um það bil tvöfalda aflaverðmætið. Arðsemisútreikningar benda til að árlegur hagnaður yrði um ellefu milljónir króna af hinum hefðbundnu fiskveiðum en 24 milljónir króna af hjarðeldinu. Hjarðeldið kom einnig betur út miðað við að veiða villtan þorsk sem alinn er til slátrunar í sjókvíum og mun betur en þegar notuð eru eldisseiði sem klakin eru út í eldisstöð og síðar flutt út í sjókvíar. Hjarðeldi er enn á tilraunastigi og ýmsar rannsóknir og þróunarstarf þarf að fara fram áður en hægt er að hefja slíka starfsemi og setja um hana almennan lagaramma, segja þeir sem staðið hafa að rannsóknunum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tilraunir með hjarðeldi á þorski í Arnarfirði benda til að slíkt eldi sé arðbært. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli erlendis og meðal annars fengið umfjöllun í fréttadálki hins virta vísindatímarits Nature. Nýlega birtist grein um arðsemi hjarðeldis á þorski í alþjóðlega tímaritinu Marine Policy eftir Jón Eðvald Halldórsson, Björn Björnsson og Stefán B. Gunnlaugsson en greinin er byggð á meistaraprófsritgerð Jóns við Háskólann á Akureyri þar sem Björn, sérfræðingur í eldi sjávardýra á Hafrannsóknastofnuninni, var leiðbeinandi. Í greininni er sagt frá tilraunum með hjarðeldi sem fóru fram í Arnarfirði á árunum 2005 og 2006 á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Þar var komið upp fjórum fóðrunarstöðvum miðsvæðis í firðinum, tveimur nærri norðurströndinni og tveimur nærri suðurströndinni. Þangað var farið tvisvar til þrisvar í viku með frosna loðnu í netpoka en þorskarnir söfnuðust að fóðrunarstöðvunum og rifu í sig fóðrið út um netmöskvana. Vaxtarhraði hjarðeldisfiskanna um það bil þrefaldaðist miðað við villta fiska annars staðar í firðinum. Í greininni er borinn saman sá möguleiki fyrir útgerðarfélag með 200 tonna þorskkvóta að í stað þess að veiða horaðan og smáan grunnslóðarfisk eigi að fóðra fiskinn í hjarðeldi eins og gert var í Arnarfirði og þannig tvöfalda meðalþyngd hans áður en veiðar færu fram. Miðað við gefnar forsendur er gert ráð fyrir að þá sé hægt að slátra um 360 tonnum af stórum fiski og um það bil tvöfalda aflaverðmætið. Arðsemisútreikningar benda til að árlegur hagnaður yrði um ellefu milljónir króna af hinum hefðbundnu fiskveiðum en 24 milljónir króna af hjarðeldinu. Hjarðeldið kom einnig betur út miðað við að veiða villtan þorsk sem alinn er til slátrunar í sjókvíum og mun betur en þegar notuð eru eldisseiði sem klakin eru út í eldisstöð og síðar flutt út í sjókvíar. Hjarðeldi er enn á tilraunastigi og ýmsar rannsóknir og þróunarstarf þarf að fara fram áður en hægt er að hefja slíka starfsemi og setja um hana almennan lagaramma, segja þeir sem staðið hafa að rannsóknunum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira