Evrópusambandið vantar íslenska túlka 23. apríl 2011 08:00 Hinn breski Baker vill benda áhugamönnum um tungumál á að fylgjast með störfum túlka ESB í beinni útsendingu Evrópuþingsins á netinu. Þar má heyra þingmennina tala á 23 tungum samtímis. Fréttablaðið/pjetur Túlkaþjónusta framkvæmdastjórnar ESB gerir ráð fyrir að þurfa allt að fjörutíu íslenskumælandi túlka til starfa í Brussel, fast- og lausráðna. Framkvæmdastjórnin aðstoðar því Háskóla Íslands við að bjóða upp á nám í ráðstefnutúlkuní vetur. Nemargeta einnig sótt um námsstyrki. Yfirmaður skipulags- og ráðningasviðs þjónustunnar, David Baker, hefur verið í Háskólanum að hæfnisprófa fólk vegna þessa. Þar sem tiltölulega fáir kunna íslensku á strax að byrja að byggja upp mannafla sem geti túlkað orð embættis- og stjórnmálamanna á íslensku. Baker segir að reynslaMöltu (410.000 íbúar) sýni að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, því nú fyrst anni maltneskt skólakerfiþessu, en Malta gekk í ESB 2004. „Hluti af aðstoð okkar er að senda sérstaka þjálfara í Háskóla Íslands, kannski viku í senn, því námið felur í sér meira en þekkingu á tungumálum,“ segir Baker og vísar þar til tækni til að bæta minni og einbeitingu, jafnvel til betri leikrænnar tjáningar. Nú þegar starfa nokkrir Íslendingar við að túlka á fundum samninganefndar Íslands í yfirstandandi rýniferli í Brussel. Þeir eru til staðar fyrir íslenska sérfræðinga, til dæmis í sjávarútvegsmálum, sem vilja tala íslensku og að orð fulltrúa ESB séu þýdd fyrir þá. Í Evrópusambandinu eru 23 opinber tungumál og á stærstu fundum þess, til dæmisá Evrópuþinginu, eru þau öll þýdd og túlkuð samtímis. Með aðild Íslands yrði íslenska einnig opinber tunga sambandsins en Baker segir málstefnu ESB endurspegla kjarna pólitískrar stefnu þess, sem birtist í slagorðinu: „Sameinuð í fjölbreytileika“. Áður var franska helsta tunga ESB en enskan fékk aukið vægi eftir að Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu inn 1995. Fulltrúar þessara ríkja kunnu ensku betur en frönsku. Hnignun frönskunnar varð enn meira áberandi í 2004 stækkuninni, þegar A-Evrópuþjóðirnar gengu inn og kunnu helst ensku og þýsku. klemens@frettabladid.is Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Túlkaþjónusta framkvæmdastjórnar ESB gerir ráð fyrir að þurfa allt að fjörutíu íslenskumælandi túlka til starfa í Brussel, fast- og lausráðna. Framkvæmdastjórnin aðstoðar því Háskóla Íslands við að bjóða upp á nám í ráðstefnutúlkuní vetur. Nemargeta einnig sótt um námsstyrki. Yfirmaður skipulags- og ráðningasviðs þjónustunnar, David Baker, hefur verið í Háskólanum að hæfnisprófa fólk vegna þessa. Þar sem tiltölulega fáir kunna íslensku á strax að byrja að byggja upp mannafla sem geti túlkað orð embættis- og stjórnmálamanna á íslensku. Baker segir að reynslaMöltu (410.000 íbúar) sýni að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, því nú fyrst anni maltneskt skólakerfiþessu, en Malta gekk í ESB 2004. „Hluti af aðstoð okkar er að senda sérstaka þjálfara í Háskóla Íslands, kannski viku í senn, því námið felur í sér meira en þekkingu á tungumálum,“ segir Baker og vísar þar til tækni til að bæta minni og einbeitingu, jafnvel til betri leikrænnar tjáningar. Nú þegar starfa nokkrir Íslendingar við að túlka á fundum samninganefndar Íslands í yfirstandandi rýniferli í Brussel. Þeir eru til staðar fyrir íslenska sérfræðinga, til dæmis í sjávarútvegsmálum, sem vilja tala íslensku og að orð fulltrúa ESB séu þýdd fyrir þá. Í Evrópusambandinu eru 23 opinber tungumál og á stærstu fundum þess, til dæmisá Evrópuþinginu, eru þau öll þýdd og túlkuð samtímis. Með aðild Íslands yrði íslenska einnig opinber tunga sambandsins en Baker segir málstefnu ESB endurspegla kjarna pólitískrar stefnu þess, sem birtist í slagorðinu: „Sameinuð í fjölbreytileika“. Áður var franska helsta tunga ESB en enskan fékk aukið vægi eftir að Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu inn 1995. Fulltrúar þessara ríkja kunnu ensku betur en frönsku. Hnignun frönskunnar varð enn meira áberandi í 2004 stækkuninni, þegar A-Evrópuþjóðirnar gengu inn og kunnu helst ensku og þýsku. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira