Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra 23. apríl 2011 08:00 Minkur Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira