Litasprengja vorsins Sara McMahon skrifar 19. apríl 2011 21:00 Vor- og sumarlína Prada hefur vakið mikla athygli. Nordicphotos/Getty Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira