BRICS-löndin vilja meiri völd 17. apríl 2011 10:00 Leiðtogar BRICS-landanna kalla eftir umbótum á regluverki alþjóðaviðskipta. Hér sjást þau Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, og starfsbróðir hennar frá Suður-Afríku, Jacob Zuma. Fréttablaðið/AP Leiðtogar upprennandi stórvelda í hinu alþjóðlega efnahagslífi, BRICS-landanna svokölluðu (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka), kalla eftir umbótum í regluverki alþjóðaviðskiptakerfisins og segjast munu styðja aðgerðir til að auka stöðugleika í alþjóðlegu efnahagslífi. Auk þess horfa þau til þess að minnka vægi Bandaríkjadalsins sem aðalgjaldmiðils heimsins. Þetta var meðal þess sem kom fram á leiðtogafundi ríkjanna á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem Suður-Afríka sækir fundinn, en landið var formlega tekið inn í þennan lausbyggða félagsskap við þetta tilefni. Löndin fimm eiga það sammerkt að hafa vaxið fiskur um hrygg síðustu ár sökum kröftugs efnahagslegs uppvaxtar. Fyrstu fjögur löndin hafa síðustu ár verið að móta nánara samstarf með það fyrir augum að jafna valdahlutföll í alþjóðlegum viðskiptastofnunum líkt og Alþjóðaviðskiptastofnuninni og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Hafa þau fengið ýmsu áorkað að því leyti og til merkis um það er jöfnun atkvæðaréttar innan AGS og útvíkkun hóps helstu iðnvelda heimsins úr G8 upp í G20, þar sem öll fimm BRICS-löndin eiga nú sæti. Löndin telja ekki að núverandi kerfi þjóni tilgangi þeirra, og í ályktun eftir fundinn á fimmtudaginn sagði meðal annars: „Við köllum eftir því að hinar fyrirhuguðu umbætur á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem voru ákveðnar á síðustu fundum G20-landanna, verði að veruleika sem fyrst og ítrekum að stjórnarhættir alþjóðafjármálastofnana ættu að endurspegla breytingar í efnahagslífi heimsins með því að raddir þróunarlanda og upprennandi efnahagsvelda heyrist frekar.“ Þá mælast löndin til þess að hin svokölluðu Sérstöku dráttarréttindi (SDR), eins konar gjaldmiðill AGS sem stundum er notaður í viðskiptum milli ríkja, verði notaður í auknum mæli. Löndin hyggjast auka enn á samstarf sitt á komandi árum, meðal annars á sviðum íþrótta og menningar. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Leiðtogar upprennandi stórvelda í hinu alþjóðlega efnahagslífi, BRICS-landanna svokölluðu (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka), kalla eftir umbótum í regluverki alþjóðaviðskiptakerfisins og segjast munu styðja aðgerðir til að auka stöðugleika í alþjóðlegu efnahagslífi. Auk þess horfa þau til þess að minnka vægi Bandaríkjadalsins sem aðalgjaldmiðils heimsins. Þetta var meðal þess sem kom fram á leiðtogafundi ríkjanna á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem Suður-Afríka sækir fundinn, en landið var formlega tekið inn í þennan lausbyggða félagsskap við þetta tilefni. Löndin fimm eiga það sammerkt að hafa vaxið fiskur um hrygg síðustu ár sökum kröftugs efnahagslegs uppvaxtar. Fyrstu fjögur löndin hafa síðustu ár verið að móta nánara samstarf með það fyrir augum að jafna valdahlutföll í alþjóðlegum viðskiptastofnunum líkt og Alþjóðaviðskiptastofnuninni og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Hafa þau fengið ýmsu áorkað að því leyti og til merkis um það er jöfnun atkvæðaréttar innan AGS og útvíkkun hóps helstu iðnvelda heimsins úr G8 upp í G20, þar sem öll fimm BRICS-löndin eiga nú sæti. Löndin telja ekki að núverandi kerfi þjóni tilgangi þeirra, og í ályktun eftir fundinn á fimmtudaginn sagði meðal annars: „Við köllum eftir því að hinar fyrirhuguðu umbætur á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem voru ákveðnar á síðustu fundum G20-landanna, verði að veruleika sem fyrst og ítrekum að stjórnarhættir alþjóðafjármálastofnana ættu að endurspegla breytingar í efnahagslífi heimsins með því að raddir þróunarlanda og upprennandi efnahagsvelda heyrist frekar.“ Þá mælast löndin til þess að hin svokölluðu Sérstöku dráttarréttindi (SDR), eins konar gjaldmiðill AGS sem stundum er notaður í viðskiptum milli ríkja, verði notaður í auknum mæli. Löndin hyggjast auka enn á samstarf sitt á komandi árum, meðal annars á sviðum íþrótta og menningar. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira