Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú 15. apríl 2011 07:00 Salmonellusýkingar koma oftast upp í stórum kjúklingabúum, eins og sýndi sig á síðasta ári þegar yfir fimmtíu tilvik greindust. fréttablaðið/hari Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira