Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú 15. apríl 2011 07:00 Salmonellusýkingar koma oftast upp í stórum kjúklingabúum, eins og sýndi sig á síðasta ári þegar yfir fimmtíu tilvik greindust. fréttablaðið/hari Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira