Erlent

NATO gagnrýnt fyrir mistök

Mynd/AP
NATO er nú harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína eftir að hafa tekið við stjórn aðgerða í Líbíu fyrir tíu dögum. Sérstaklega er bandalaginu legið á hálsi fyrir mistök sem urðu í aðgerðum þess. Til dæmis voru gerðar loftárásir á skriðdreka uppreisnamanna á fimmtudag þar sem fimm létust og margir skriðdrekar voru eyðilagðir.

 

Talsmenn NATO neituðu hins vegar að biðjast afsökunar á atvikinu þó Anders Fogh Rasmussen, aðalritari bandalagsins sagðist harma mannfallið. -þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×