Martraðatímbil Eiðs Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2011 08:30 Eiður Smári Guðjohsen. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli. Tveir Englandsmeistaratitlar, Spánarmeistaratitill, spænskur bikarmeistari og Evrópumeistaratitill eftir sigur með Barcelona í Meistaradeild Evrópu svo það helsta sé upptalið. Árangurinn talar sínu máli. En síðustu tvö ár hafa verið Eiði Smára mjög erfið – frá því að hann var seldur frá Barcelona til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 39 leikjum með fjórum félagsliðum auk íslenska landsliðsins. Eftir erfiða tíð í franska boltanum var hann lánaður til Tottenham þar sem hann átti ágætu gengi að fagna. Hann fékk þónokkuð að spila, skoraði tvö mörk og Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeildinni. Eftir langt sumar varð þó ekkert af því að hann gengi í raðir Tottenham. Hann fór til Stoke, þar sem hann fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu, og fór þaðan til Fulham í janúar síðastliðnum. Þar hefur lítið betra tekið við og hingað til hefur Mark Hughes, stjóri liðsins, notað hann minna en Tony Pulis gerði hjá Stoke. Til að bæta gráu á svart er hann líka dottinn úr íslenska landsliðinu. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í síðasta mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði þá að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Eið Smára um þá ákvörðun. „Staða hans í Englandi hjá þessum tveimur liðum hefur ekki verið eins og við höfum viljað. Hann er ekki að spila og ég sá ekki ástæðu til þess að velja hann," sagði Ólafur við það tilefni. Svo virðist sem Eiður Smári sé ekki í myndinni hjá sínum þjálfurum, hvort sem er hjá hans félagsliði eða landsliði. Samanlagður leiktími hans á þessu tímabili nær ekki fjórum heilum knattspyrnuleikjum. Samningur hans við Fulham rennur út í lok leiktíðarinnar en þrátt fyrir allt þykir ekki útilokað að hann fái aftur samning hjá félaginu í sumar, miðað við fregnir frá Englandi. Fulham hefur vegnað vel síðustu vikurnar og er Eiður sjálfsagt fórnarlamb þeirrar velgengni. Hans kappsmál hlýtur að vera að fá að spila aftur reglulega og er því von á því að hann skoði sín mál rækilega í sumar. Síðustu tvö tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen2009 - 2010AS Monaco (ágúst - janúar) 11 leikir (8 í byrjunarliði) - 599 mín/0 mörkTottenham (janúar - maí) 14 leikir (4) - 546 mín/2 mörkÍslenska landsliðið 3 leikir (3) - 256 mín/1 markSamtals 28 leikir (15) - 1401 mín/3 mörk2010 - 2011Stoke (ágúst - janúar) 5 leikir (0 í byrjunarliði) - 128 mín/0 mörkFulham (janúar -) 4 leikir (0) - 24 mín/0 mörkÍslenska landsliðið 2 leikir (2) - 155 mín/0 mörkSamtals 11 leikir (2) - 307 mínútur/0 mörk Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekknum er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíðindi fyrir íslenska knattspyrnu. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli. Tveir Englandsmeistaratitlar, Spánarmeistaratitill, spænskur bikarmeistari og Evrópumeistaratitill eftir sigur með Barcelona í Meistaradeild Evrópu svo það helsta sé upptalið. Árangurinn talar sínu máli. En síðustu tvö ár hafa verið Eiði Smára mjög erfið – frá því að hann var seldur frá Barcelona til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 39 leikjum með fjórum félagsliðum auk íslenska landsliðsins. Eftir erfiða tíð í franska boltanum var hann lánaður til Tottenham þar sem hann átti ágætu gengi að fagna. Hann fékk þónokkuð að spila, skoraði tvö mörk og Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeildinni. Eftir langt sumar varð þó ekkert af því að hann gengi í raðir Tottenham. Hann fór til Stoke, þar sem hann fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu, og fór þaðan til Fulham í janúar síðastliðnum. Þar hefur lítið betra tekið við og hingað til hefur Mark Hughes, stjóri liðsins, notað hann minna en Tony Pulis gerði hjá Stoke. Til að bæta gráu á svart er hann líka dottinn úr íslenska landsliðinu. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í síðasta mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði þá að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Eið Smára um þá ákvörðun. „Staða hans í Englandi hjá þessum tveimur liðum hefur ekki verið eins og við höfum viljað. Hann er ekki að spila og ég sá ekki ástæðu til þess að velja hann," sagði Ólafur við það tilefni. Svo virðist sem Eiður Smári sé ekki í myndinni hjá sínum þjálfurum, hvort sem er hjá hans félagsliði eða landsliði. Samanlagður leiktími hans á þessu tímabili nær ekki fjórum heilum knattspyrnuleikjum. Samningur hans við Fulham rennur út í lok leiktíðarinnar en þrátt fyrir allt þykir ekki útilokað að hann fái aftur samning hjá félaginu í sumar, miðað við fregnir frá Englandi. Fulham hefur vegnað vel síðustu vikurnar og er Eiður sjálfsagt fórnarlamb þeirrar velgengni. Hans kappsmál hlýtur að vera að fá að spila aftur reglulega og er því von á því að hann skoði sín mál rækilega í sumar. Síðustu tvö tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen2009 - 2010AS Monaco (ágúst - janúar) 11 leikir (8 í byrjunarliði) - 599 mín/0 mörkTottenham (janúar - maí) 14 leikir (4) - 546 mín/2 mörkÍslenska landsliðið 3 leikir (3) - 256 mín/1 markSamtals 28 leikir (15) - 1401 mín/3 mörk2010 - 2011Stoke (ágúst - janúar) 5 leikir (0 í byrjunarliði) - 128 mín/0 mörkFulham (janúar -) 4 leikir (0) - 24 mín/0 mörkÍslenska landsliðið 2 leikir (2) - 155 mín/0 mörkSamtals 11 leikir (2) - 307 mínútur/0 mörk
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira