Notkun svefnlyfja eykst enn 15. mars 2011 21:00 Mímir Arnórsson lyfjafræðingur. Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi á meðal eldra fólks. Tauga- og geðlyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum. „Árið 2009 seldust rúmir 43 þúsund skilgreindir dagskammtar af hjartalyfjum eða 370 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Sama ár seldust rúmir 37 þúsund skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 319 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag," upplýsir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Í rannsókn á algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana sem var gerð árið 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006 og þar af var fjórðungur geðlyf. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja eða 58,5 prósent á meðal karla og 40,3 prósent á meðal kvenna. Ekkert bendir til þess að notkun þessara lyfja fari minnkandi og ef svefnlyfin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að árið 2007 seldust 70,52 skilgreindir dagskammtar af svefnlyfjum fyrir hverja þúsund íbúa á dag en árið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hefur notkun svefnlyfja dregist saman í nágrannalöndunum. „Danir fóru í mikið átak til að minnka notkun svefnlyfja en aðal hvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki. Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul manneskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma," segir Mímir. Hann bendir á að svefnlyf séu að fullu greidd af notendum og að því sé ekki beint hagræði fyrir ríkið að draga úr notkun þeirra. „Hins vegar mætti velta fyrir sér hver óbeini kostnaðurinn sé." Sé notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja borin saman við notkun í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og um 30 prósentum meiri en í Finnlandi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár," segir Mímir. En hver skyldu langtímaáhrif svefnlyfjanotkunar vera? Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir var inntur eftir því: „Svefnlyf geta meðal annars aukið byltuhættu, dregið úr vitrænni getu og einbeitingu og eru vanabindandi, sérstaklega ef um langvarandi notkun er að ræða. Það má þó ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem vítahringur svefntruflana getur haft á lífsgæði einstaklinga en við meðferð svefntruflana er þó mikilvægt að greina orsakir vandans, enda ýmis önnur ráð svo sem breytingar á lífstíl eða venjum sem geta hjálpað eða dregið úr þörf fyrir svefnlyf." Aðalsteinn segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin og í lægstu mögulegu skömmtum en reyndin sé þó önnur. „Verkun þeirra minnkar þegar líður á meðferð og viðkomandi verður háður lyfinu. Þá getur verið erfitt að venja fólk af notkun svefnlyfja og ýmis fráhvarfseinkenni geta komið fram." vera@frettabladid.is Tengdar fréttir Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi á meðal eldra fólks. Tauga- og geðlyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum. „Árið 2009 seldust rúmir 43 þúsund skilgreindir dagskammtar af hjartalyfjum eða 370 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Sama ár seldust rúmir 37 þúsund skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 319 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag," upplýsir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Í rannsókn á algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana sem var gerð árið 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006 og þar af var fjórðungur geðlyf. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja eða 58,5 prósent á meðal karla og 40,3 prósent á meðal kvenna. Ekkert bendir til þess að notkun þessara lyfja fari minnkandi og ef svefnlyfin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að árið 2007 seldust 70,52 skilgreindir dagskammtar af svefnlyfjum fyrir hverja þúsund íbúa á dag en árið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hefur notkun svefnlyfja dregist saman í nágrannalöndunum. „Danir fóru í mikið átak til að minnka notkun svefnlyfja en aðal hvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki. Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul manneskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma," segir Mímir. Hann bendir á að svefnlyf séu að fullu greidd af notendum og að því sé ekki beint hagræði fyrir ríkið að draga úr notkun þeirra. „Hins vegar mætti velta fyrir sér hver óbeini kostnaðurinn sé." Sé notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja borin saman við notkun í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og um 30 prósentum meiri en í Finnlandi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár," segir Mímir. En hver skyldu langtímaáhrif svefnlyfjanotkunar vera? Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir var inntur eftir því: „Svefnlyf geta meðal annars aukið byltuhættu, dregið úr vitrænni getu og einbeitingu og eru vanabindandi, sérstaklega ef um langvarandi notkun er að ræða. Það má þó ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem vítahringur svefntruflana getur haft á lífsgæði einstaklinga en við meðferð svefntruflana er þó mikilvægt að greina orsakir vandans, enda ýmis önnur ráð svo sem breytingar á lífstíl eða venjum sem geta hjálpað eða dregið úr þörf fyrir svefnlyf." Aðalsteinn segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin og í lægstu mögulegu skömmtum en reyndin sé þó önnur. „Verkun þeirra minnkar þegar líður á meðferð og viðkomandi verður háður lyfinu. Þá getur verið erfitt að venja fólk af notkun svefnlyfja og ýmis fráhvarfseinkenni geta komið fram." vera@frettabladid.is
Tengdar fréttir Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00