Barist um yfirráðin í borgum Líbíu 3. mars 2011 03:30 Tugir þúsunda flóttamanna hafa farið til Egyptalands og Túnis og Evrópusambandið óttast flóttamannastraum. nordicphotos/AFP Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira