Barist um yfirráðin í borgum Líbíu 3. mars 2011 03:30 Tugir þúsunda flóttamanna hafa farið til Egyptalands og Túnis og Evrópusambandið óttast flóttamannastraum. nordicphotos/AFP Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira