Barist um yfirráðin í borgum Líbíu 3. mars 2011 03:30 Tugir þúsunda flóttamanna hafa farið til Egyptalands og Túnis og Evrópusambandið óttast flóttamannastraum. nordicphotos/AFP Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbandalagið herlið til að blanda sér í átökin. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Bandaríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðningsmanna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfninni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pallbílum frá Ajdabíja og gerðu gagnárás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loftárásum frá liði Gaddafís, en síðdegis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingarbæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira